Kortastofa, Örnefnasstofa, Bæklingastofa, Bókastofa, Bloggstofa ...
25.9.2009 | 15:15
Mjög brýnt mál sem menntamálaráðherra lætur til sín taka enda ekki forsvaranlegt hvernig fjömiðlar haga sér (einn þeirra réði Davíð Oddsson sem ritstjórra (hafiði heyrt annað eins)). Og svo er fjölmiðlastofa svo óskaplega atvinnuskapandi.
Legg til að stofnuð eftirfarandi:
- Kortastofa, sem hafi eftirlit með að landakort sem birtast í bókum og bæklingum sé rétt
- Örnefnastofa sem hafi eftirlit með því að rétt sé farið með örnefni
- Bæklingastofa sem passi upp á að bæklingagerð í landinu standist ESB staðla
- Bókastofa sem hafi eftirlit með því að ekki séu gefnar út óþjóðlegar og heimskulegar bækur
- Bloggstofa sem passi upp á að bloggarar séu ekki að blaðra tóma vitleysu
- Stássstofa sem hafi eftirlit með forseta Íslands
- Betri stofan sem hafi eftirlit með að alþingismenn séu ekki fullir í vinnunni
- Salernið sem hafi eftirlit með því að ráðherrar setji ekki fram heimskuleg lög
Fjölmiðlastofa hafi eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.