Kerfið segir að allt sé í himnalagi

Skuldir hafa vaxið án þess að lántakendur hafi nokkuð gert til að verðskulda það. Hver í veröldinn gat séð fyrir að forsendur lána myndu breytast á þann hátt sem þau gerðu. Forsendur lána miðuðu við frávik sem allir gátu í raun ráðið við. Við ákváðum að taka lánið sem var hagstæðast.

Núna hefur allt breyst. Hagstæðasta lánið er orðið að versta. Og hvað hefur maður gert annað af sér en að vera til.

Fjármálaráðherrann er orðinn að talsmanni einhvers kerfis. Hann hlustar ekki á fólkið í landinu, hann les skýrslur frá kerfinu, ráðgjafar hans koma úr kerfinu, þeir þiggja laun sín frá kerfinu. Enginn vill rugga bátnum, enginn segir söguna eins og hún raunverulega er. Ráðherran veit ekki að fasteignamarkaðurinn er hruninn, bílamarkaðurinn er vart til, verslun hefur dregist saman, gengið heldur áfram að falla. 

Þetta er sama staða og var fyrir hrun. Enginn sagði frá, allir voru innviklaðir í kerfið, þágu laun sín þaðan.

Ráðherrann nota orðfæri verjenda kerfisins: „Ábyrgðarlaust“, „háskalegt“, „hættulegt“, „ófarnaður“. 

Við þurfum að bylta kerfinu. Skiptum þeim út sem hvorki hlusta né vilja breytingar.


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband