Hćgri og grćnt

22+23 Nafnlaus og EfstifossbLíklega unna flestir Íslendingar landi sínu ađ mestu leyti óafvitandi á hógvćra hátt, ferđast um ţađ akandi eđa gangandi. Ekki kunna allir ađ mćra landiđ svo í bundnu eđa óbundnu máli ađ lesandinn falli í stafi af hrifningu og ekki er heldur allt fagurt sem ort er. Hafa ţó margir reynt ađ lýsa tilfinningum sínum á ţessum síđustu og verstu kárahnúkatímum.

Víst er ţó ađ dýrasti óđurinn er saminn af ţeim sem um landiđ ferđast af ţörfinni einni saman og ţá verđa til síbreytilegar ferđasögur og hver og einn er ýmist sögumađur eđa hlustandi. Veiđimađurinn segir frá viđureign sinni viđ sterklegan laxinn eđa fiman silunginn, fjallgöngumađurinn greinir frá ţungu skrefunum á tindinn og ţeim sporléttu til baka, vélsleđamađurinn básúnar víđátturnar, gönguskíđamađurinn kyrrđina, sá í jeppanum dásamar fjölbreytnina, allir greina grósku mannlífsins, ţakka fyrir og loka tjaldinu ađ kvöldi dags.

Óđur hins almenna manns nćr sjaldnast inn á blöđ bóka, tímarita eđa dagblađa enda er ţađ sjaldnast markmiđiđ međ ferđalögum. Stundum svigna ţó vefir takmörkuđum hópi til skemmtunar og kátt er ţegar ferđafélagar koma saman og rifja upp reynslusögurnar.

Tilgangurinn er ađ njóta, í ţví er fólgin hin fegursta og fullkomnasta tjáning sem til er.

Samskiptin viđ landiđ byggja ekki á stjórnmálum, búsetu, efnahag, menntun, jafnvel ekki ţjóđerni, litarhćtti eđa kynferđi. Ţau eru um allt duldari og órćđari. Ef til vill má rekja rćturnar í auđmýktina ţegar hún varđ ađ fyrirstöđu í hálsi ţess sem upplifđi stórbrotna náttúruna og skildi ađ tilvera einstaklingsins skiptir sáralitlu samanboriđ viđ ţúsund ára andartak eilífđarinnar. Augnablikum síđar kann hugsun ađ verđa til á móti rauđu ljósi í eirđarleysi malbiksins ... já, ţarna fćddist ég öđru sinni ... eđa eitthvađ á ţá leiđ.

Í undraveröldinni stendur tíminn í stađ hátt fyrir ofan ólgu og áreiti hversdagslífsins. Ţar má lengi una sér, en fyrr eđa síđar er ferđamanninum ekki stćtt á öđru en ađ snúa aftur til síns fyrra lífs.

Hann sem veigrađi sér viđ ţví ađ ganga í djúpum, grćnum mosanum, stíga fćti á smágerđan gróđurinn eđa raska umhverfinu, velur sporum sínum vandlega ígrundađan stađ. Hann er einn en ađrir hafa veriđ ţarna áđur og fleiri koma á eftir. Niđur er trođinn stígur sem grefst ć meir, gróđurţekjan rofnar. Vatn og vindar sjá um eftirleikinn. Ţetta er kallađur „átrođningur" og hann fer vaxandi veldur áhyggjum en ţó er hćgt ađ koma í veg fyrir hann á einfaldan hátt.

Er ţá ekki ástćđa til ađ hafa áhyggjur af misnotkun á tćkni, hinum tröllauknu átökum „pćlodera", „búkollna" og annarra stórvirka vinnuvéla sem vađa yfir allt, eira engu og biđja engan afsökunar.

Fyrirgefđu litla blóm ađ ég skuli moka ţér og átthögum ţínum til.

Landinu hefur víđa veriđ breytt til framtíđar. Daglega er ingólfsfjöllunum mokađ í burtu, rauđhólunum veitt holundarsár, dimmugljúfrunum lokađ, leirufirđirnir skornir, ţjórsárnar aflitađar, hellisheiđarnar mengađar, hágöngunum drekkt, héđinsfjörđunum spillt, langasjóunum raskađ, kolviđarhólarnir járnađir, geysirarnir stíflađir, sprengisandarnir kaffćrđir, ţinvallavötnin eitruđ og öskurhverum einfaldlega sagt ađ ţegja.

Ţar sem áđur var landiđ fagurt og frítt er nú víđa haugur af járni og steinsteypu sem kallast „mannvirki" svo mönnum líđi nú betur og ţví lofađ ađ haugurinn sé fyrir okkur og erfingja landsins. Af hrokanum einum saman skal auđvelt ađ greina „mannvirkiđ" frá andstyggilegu landinu. Sjaldnar er reynt ađ fella ţađ inn í landslagiđ.

Og haugbúarnir áreita okkur hin, láta sem viđ ţurfum ađ velja á milli rafmagns og rafmagnsleysis, hita og kulda, framtíđar og fortíđar, tćkni og forneskju jafnvel líf og dauđa.

Sá sem ekki varla bót fyrir boruna á sér á sjaldnast mikinn möguleika til andsvara, málfrelsiđ er ekki ókeypis frekar en allt annađ. En bíđum viđ, ekki fagna of fljótt ţó ađeins fámenniđ ţenji sig. Hver segir ađ hinn ţögli meirihluti sé á bandi haugbúana?

Viljum viđ ađ „mannvirkin " séu í hróplegu ósamrćmi viđ náttúru landsins? Viljum viđ kosta öllu til fyrir ţađ eitt ađ ekki hafa allir möguleikar veriđ kannađir? Ţeir vita sem vilja ađ Kárahnúkum var fórnađ vegna ţess ađ rannsóknir á orkumöguleikum landsins voru ónógar. Nćg orka er til í iđrum jarđar og henni fylgja ekki landfórnir.

Svo undrast sumir ađ umhverfissinnađ fólk vilji stofna međ sér stjórnmálaflokk til ađ rödd ţess heyrist hjá löggjafarvaldinu, sú rödd sem talar fyrir tilfinningum óháđum dćgurţrasi.
Ţó vekur ţađ mesta undrun ađ innan Sjálfstćđisflokksins hafi ekki fyrir löngu risiđ upp hópur fólks sem leggur áherslu á stefnumótun í ljósi umhverfis- og náttúruverndarmála. Ţar er fjöldi af fólks sem getur tekiđ undir allt ţađ sem sagt hefur veriđ hér á undan.

Nú er tími kominn fyrir góđa sjálfstćđismenn sem unna landi sínu og eru í hjarta sínu fylgjendur íhaldssamrar stefnu í landnýtingu ađ standa upp og mynda samtök sem gefa flokknum fagurgrćna áferđ.
Hinn kosturinn er sá ađ láta slag standa og leyfa Framtíđarlandinu ađ hirđa fylgiđ.

Eins málefnis flokkur nćr sjaldnast neinum áhrifum í stjórnmálum, ţađ er stađreynd sem kann ţó ađ breytast. Aldrei áđur hefur neinn veriđ nauđbeygđur til ađ leggja landiđ undir, umhverfis- og náttúruverndarmál.

Eins málefnis flokkur? Nafn Sjálfstćđisflokksins á rćtur sínar ađ rekja í eitt mál. Hvađ skyldi ţađ nú hafa veriđ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband