Orkuveitan viðurkennir mistök!

OAugl Orkuveitanrkuveitan hefur nú opinberlega viðurkennt að hafa klúðrað umhverfismálum við Kolviðarhólsvirkjun neðan við Hellisheiði. Það má lesa úr auglýsingu fyrirtækisins um samkeppni um  frágang á svokallaðri „niðurrennslisæð", stóru, ljótu rörunum við suðurlandsveg fyrir neða Hveradali og víða umhverfis Kolviðarhól. Þetta eru rörin sem allir kvarta undan og Orkustofnun hafði ekki efni á að láta grafa í jörðu.

Batnandi mönnum er best að lifa eða ætti maður að segja að nú stjórnar greinilega nýr og betri meirihluti Orkuveitunni og hann gerir sér grein fyrir óánægju fólks með hina ljótu virkjun.

Með auglýsingunni viðurkennir Orkuveitan mistök sín:

   „Niðurrennslislögnin er í þjóðbraut og blasir við þegar ekið er eftir þjóðveginum. Sjálfsagt er fyrir     Orkuveituna að reyna að lágmarka umhverfisáhrif lagnarinnar og leita eftir nýjum hugmyndum um frágang á yfirborði."

Sé þetta þýtt af hinu þunglamalega stofnanamáli er merkingin þessi á venjulegu alþýðumáli:

Sorrý, við klúðruðum þessu, rörin eru ljót og þó seint sé í rassinn gripið  þá finnst okkur afar brýnt að fela þau einhvern veginn.

Þessi „niðurrennslisæð" á það sammerkt með öllum öðrum að þær eru best geymdar þar sem enginn sér þær. Það var öllum augljóst nema Orkuveitunni þar til núna. 

Skrýtið  orð „niðurrennslisæð". Læt það þó vera að gera grín að þessu nýyrði en bendi bara á gamla hugmynd um að renna svona rörum ofan í jörðu og moka snyrtilega yfir.

Ég er einn þeirra hundruða eða þúsunda sem hafa gagnrýnt Orkuveituna fyrir yfirgang og smekkleysi. Mikið ári hefði nú verið gaman að fá að vera í dómnefndinni. Þá hefði ég tekið fram í skilmálum að aðrar hugmyndir en að grafa „niðurrennslisæðina" í jörðu munu ekki verða samþykktar.

Svo þori ég að veðja að viðbára Orkuveitunnar við kröfum um að grafa rörafjandana verði sú að það sé of dýrt! Það er rétt, þetta verður en dýrara núna vegna þess að í upphafi hugsaði enginn málin til enda. Þess vegna hefur Orkuveitan slæmt orð á sér og núna er ætlunin að spandera nokkrum peningum til að lagfæra vandann.

Það er hins vegar bara ein lausn til úr því sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband