Rafrænar kosningar eru framtíðin

Auðvitað þarf að endurskoða kosningalögin. Það tekur ekki nokkru tali að á tölvuöld skuli ekki vera möguleiki á að kjósa rafrænt, hvorki í prófkjörum né kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna.

Sjálfstæðisflokkurinn, flokkurinn minn, samþykkti á landsfundi fyrir mörgum árum að greiða ekki fyrir rafrænum kosningum. Rökin voru þau að það myndi taka alla skemmtunina úr kosninganótt, þegar fólk biði í ofvæni eftir því að misjafnir talningarmenn kláruðu afstemmingar og gáfu á reglubundnum fresti út „síðustu tölur frá Austurbæjarskóla“. Það er vitað mál að þegar kjörstöðum er lokað og úrslitin liggja fyrir hálftíma síðar að skemmtanagildið hefur breyst. 

Auðvitað tekur allt enda. Margir sjá eftir kvöldvökunum og gömlu torfbæjunum, stemmingunni á síldarplönunum, gömlu malarvegunum, Gullfossi sem sigldi á milli Íslands og Evrópu með farþega, svart hvítu sjónvarpi og fleiru sem hefur setti mark sitt á tímann hverju sinni.

Rafrænar kosningar eru það sem koma skal. Meira að segja Ástþór Magnússon, sá alræmdi tapari í kosningum skilur þetta en hann kom með þá tillögu að hægt væri að kjósa í hraðbönkum. 

Menn þurfa að hugsa fram á við og reyna að fremsta megni að tefja ekki fyrir framþróuninni. Skemmtanagildi kosninga er ekki þáttur í lýðræðinu heldur sjálft kjörið og niðurstaðan. Eflaust má skemmta sér við aðra hluti en bið eftir að talningu ljúki.


mbl.is Þörf á að endurskoða kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Freyr Stefánsson

Mér reyndar sýnist á orðalaginu í fréttinni að það sé bara verið að tala um kjörskrána í bili... ekki að koma á fót fullu rafrænu kosningakerfi.

Stefán Freyr Stefánsson, 28.4.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband