Atvinnuleysi er böl, svona vinnum við á því

Það er hárrétt hjá Atla Gíslasyni að atvinnuleysið er þjóðarböl. Hér á landi eru 18.000 manns án atvinnu og minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hafa ekkert gert til að leysa úr málinu.

Atli og félagar þurfa strax að taka til hendinni annars blasir enn frekar hrun við þjóðinni.

Það er aðeins til ein aðferð til að útrýma atvinnuleysinu og það er að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný. Það gerum við á þennan hátt:

Raunar er það tvennt. hið fyrra lýtur að umhverfi atvinnurekstrar á landinu.

  1. Koma þarf efnahagsreikningi nýju bakanna í lag.
  2. Tryggja að atvinnureksturinn í landinu hafa aðgang að lánsfé í bönkunum.
Hið seinna lýtur að atvinnulífinu sjálfu.
  1. Stofnað verði eignarhaldsfélags á vegum ríkisins og einkaaðila með 12 milljarða eigin fé sem er aðeins hluti af því sem atvinnuleysibætur kosta ríkissjóð á hverju ári
  2. Eignarhaldsfélaginu verði heimilt að kaupa hlut í fyrirtækjum sem sinna verðmætasköpun
  3. Grundvöllur kaupanna er að fyrirtæki leggi fram viðskiptaáætlun sem sanni með óyggjandi hætti framtíðarmöguleika þess og að það geti ráðið nýja starfsmenn til starfa.
  4. Kaupin eiga að vera skilyrt á þann veg að innan tiltekinns tíma, t.d. fjögurra ára, skulu aðrir eigendur kaupa hlut eignarhaldsfélagsins á markaðsverði.
  5. Hlutur eignarhaldsfélagsins verði seldur á markaði eftir tvö til fjögur ár

Aðalatriðið er að fyrirtækin fái fjármagn, lánsfé eða aukið hlutafé, og geti ráðið nýtt starfsfólk. Þannig fer verðmætasköpunin í fullan gang, fækka mun hratt á atvinnuleysisskrá og hliðaráhrifin munu verða afar mikil.

Auðvitað verður sagt að hér sé um einhvers konar ríkiskapítalisma að ræða. Aðrir munu halda því fram að hér sé verið að boða einhvers konar sósíalisma. Ég blæs á þannig tal. Menn skulu þá bara koma með aðrar leiðir sem duga. Ekkert annað dugar til að koma atvinnulífinu jafnhratt í gang.

Komist helmingur þeirra sem eru atvinnulausir í vinnu innan þriggja mánaða verður skammt að bíða eftir samlegðaráhrifum. Önnur fyrirtæki munu braggast og á örskömmum tíma mun atvinnuleysið verða meira en helmingi minna minna en nú er.

Ef stjórnvöld hafa ekki getu til að byggja upp atvinnulífið í landinu þá eru þau einfaldlega gagnslaus og við getur flutt austur á Jótlandsheiðar.

Farvel.


mbl.is Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ljóst að erfið verkefni bíða nýju ríkisstjórnarinnar og óskandi að vandinn verði leystur en nokkuð finnst mér þó skorta þar á. Tilögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur í efnahagsmálum voru skynsamar og raunhæfar. Því miður fóru kosningarnar ekki vel fyrir okkur og því verður skiljanlega erfitt að hrinda þeim í framkvæmd.

Góður pistill.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband