Drekasvæðið, yfirtaka á Icelandair, eignaskattur ...

Er ekki nauðsynlegt að fá að vita milliliðalaust hvað Steingrímur J. Sigfússon sagði á þessum fundi? Það gæti komið í veg fyrir margvíslegan misskilning. Hins vegar er furðulegt hvað Vinstri grænir hafa látið út úr sér undanfarna daga og hvernig brugðist hefur verið við ummælunum. 

  • Fjármálaráðherra Steingrímur segir ríkið ætli að taka yfir Icelandair. Fjármálaráðuneyti ber allt til baka í fréttatilkynningu.
  • Umhverfisráðherra Kolbrún Halldórsdóttir, segir að VG sé á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. VG ber allt til baka í fréttatilkynningu. Kolbrún dregur ekkert til baka í annarri fréttatilkynningu.
  • Menntamálaráðherra segir næstu félagshyggjustjórn vilja hækka skatta. Formaður VG ryðst fram í fjölmiðlum og segir þetta lygi, ekkert hafi verið rætt um skattahækkanir.
  • VG ályktar um álagningu eignaskatts. Formaður VG segir þetta fjarstæðu og tóm rugl, bara þeir sem hafi efni á að borga eignaskatt munu borga eignaskatt. 
  • Steingrímur J. Sigfússon fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsráðherra gefur vilyrði fyrir inngöngu í ESB. Formaður VG Steingrímur J. Sigfússon segist standa harður geng inngöngu í ESB.

Því meira sem Vinstri grænir tala því skýrar sjáum við framtíðina.


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Það er verst að þeir skuli ekki hafa eins og viku í viðbót til að afhjúpa sig.

Örvar Már Marteinsson, 24.4.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Málflutningur VG er vægast sagt óskýr á köflum.  Einhvern veginn skýtur orðið hringlandaháttur upp kollinum...

Helgi Kr. Sigmundsson, 24.4.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já finnst þér það furðulegt? Bíddu þangað til þeir fara að stjórna lýðveldinu - þá muntu sjá ansi margt enn furðulegra.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband