Óskað eftir jákvæðum manni í niðurskurð ...

Þetta er svona í anda Spaugstofunnar,  Ríkisskattstjóri ætlar að leggja aukna áherslu á skatteftirlit með „öflugum og jákvæðum einstaklingi ...“. Jákvæðni í neikvætt starf.

  • Bifreiðaskoðun óskar eftir jákvæðum einstaklingi til að leita uppi óskoðaða bíla.
  • Bílastæðasjóður óskar eftir jákvæðum einstaklingi til að sekta.
  • Vinstri grænir óska eftir jákvæðum manni til að skoða uppbyggingu álvera á Íslandi.
  • Fjármálaráðherra óskar eftir jákvæðum manni til að semja frumvarp um eignaskatt.
  • Umhverfisráðuneytið óskar eftir jákvæðum manni til að gera úttekt á olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
  • Menntamálaráðherra óskar eftir jákvæðum manni til að skera niður í menntakerfinu
  • Landsbankinn óskar eftir jákvæðum manni í innheimtu íbúðalána
  • Kaupþing óskar eftir einstaklega jákvæðum manni í fyrirtækjadeild

 

 


mbl.is Herða skatteftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband