Salurinn hló að Össuri fyrir blaðrið

Ótrúlegt að þessir tveir flokkar geti komið sér í svona neyðarleg vandræði. Ljóst er að annar hvor þeirra mun ekki geta staðið við kosningaloforð sín og ákvarðanir landsfundar. Og það verður gaman að sjá og heyra hvernig forystu menn þeirra ætla að kjafta sig úr út ógöngunum.

Össur Skarpéðinsson reyndi þennan gamla pólitíska kjaftagang en salurinn hló að honum. Hann þóttist bæði vera með og á móti álveri á Bakka og hann sagði VG vera sammála sammála Samfylkingunni í ESB málum þvert ofan í það sem Svandís Svavarsdóttir sagði. Hún þagði við, kunni greinilega ekki við að styggja samherja sinn í ríkisstjórn og svaraði aðeins spurningum stjórnenda. Skítt með kjósendur.

Kjósendur eru ekki fífl. Þeir hlusta og skilja og vita jafnvel enn betur en stjórnmálamenn enda eru þeir síðarnefndu einungis hluti af almenningu, engin elíta, hvorki betri né verri en fólk er flest.

Þeir sem komu best út úr þessum þætti voru Guðlaugur Þórðarson, alþingismaður og fulltrúar Framsóknarflokksins og Frjálslyndra.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ertu ekki í lagi eða hvað, spilltasti þingmaðurinn Guðlaugur Þór kom best út segir þú, ertu frændi hans ?

Skarfurinn, 22.4.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þekki manninn ekki.

Segðu mér annars, þú skarfur, að því að þú ert oft svo undarlegur í orðavali. Er alveg útilokað að spilltur maður geti staðið sig betur í umræðum en óspilltur?

Og ekki misskilja mig, ég er ekki að taka undir orð þín um Guðlaug.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.4.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Skarfur:  af hverju er hann Guðlaug Þór spilltur? Getur þú útskýrt það? 

Hann svaraði þessu mjög vel í gær, það var eitthvað annað en Steinun Valdís og Árni Páll hafa gert.

Er ekki dálítið undarlegt að Samfóliðið vill bara tjá sig um þessa styrki (sem þú kallar mútur), ef hinir gera það?  Kemur á óvart.....fylgja straumnum!

Guðmundur Björn, 23.4.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Guðlaugur Þór stóð sig best í umræðunum og ég er sammála þér Sigurður að kjósendur eru engin fífl eins og margir vilja að láta.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:41

5 Smámynd: Tóbías í Turninum

Ég hugsaði með mér þegar ég horfði á greyið manninn: Hvernig komst þessi maður svona langt í pólitík? ( þá er ég að tala um forystusveit Samfylkingarinnar)..

Það er ekki hægt að taka manninn alvarlega, og úff...hann er ekki að átta sig á því:(

Tóbías í Turninum, 23.4.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband