Ófullkomin frétt

Fréttin er frekar ófullkomin. Í henni kemur ekki fram hvernig þessi aldraða kona hafði fengið féð. Ekkert er sagt frá því hvers vegna hún tók út peningana fyrir hver áramót og lagði þá síðan inn aftur eftir áramótin.

Það kemur hins vegar fram og er haft eftir starfsmanni skattsins að þetta sé „einkennilegasta dæmi um tilraun til að komast hjá eignaskatti“. Hins vegar er ekki ljóst hvort það hafi verið tilgangur konunnar með tilfærslunum.

Að öllum líkindum hefur hún greitt fjármagnstekjuskatt enda kerfið líkt í Noregi og hér.

Svo kemur í ljós að konan þurfti að borga 600.000 í sekt sem er aðeins 2,5%. Ekki er greint frá því að hún hafi þurft að borga eignaskattinn eða hversu hár hann hafi verið. 

Eftir stendur frétt um gamla konu sem hafði í áratug tekið stórar fjárhæðir út af reikningi sínum fyrir áramót og lagt pengingana inn aftur eftir áramót. Þá þurftu einhverjir leiðinlegir starfsmenn í bankanum hennar að kæra hana. 

Þetta minnir mig á náunga sem ég kannast við sem hafði það fyrir reglu einu sinni í mánuði að millifæra einhverjar fjárhæðir á milli íslensku bankanna til að búa til sýndarveltu og eiga þar með kost á láni. Bankastarfsmennirnir hlógu að þessum tilfæringum hans. 


mbl.is Reyndi að fela hundruð milljóna fyrir skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

já maður, það stendur heldur ekkert hvort hún fékk ávísun, seðla eða bara klink. Jafnvel einhverja blöndu af öllu þessu ! Þetta viljum við vita líka, og það strax !!!!!!!!!!

drilli, 22.4.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: drilli

Gleymdi þessu: Kom hún með sömu peningana aftur, eða kannski allt í seðlum ? klinki ? og svo frv. 

Þekking er styrkur.

drilli, 23.4.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband