Hva, hvernig var að hægt að fresta Alþingi?

Þrátt fyrir stóru orðin vinstri manna var hægt að slíta Alþingi. Hvað með tillögurnar um breytingu á stjórnarskránni? Þarf ekki að ræða þær? Hvað með hin mikilvægu efnahagsmál sem Sjálfstæðisflokkurinn átti að hafa tafið?

Nei, staðreyndin er einfaldlega sú að vinstri flokkarnir hafa sett á svið mjög trúverðugt að sannfærandi leiksýningu sem byggir á því að allt vont sé Sjálfstæðisflokknum að kenna og allt gott minnihlutastjórninni að þakka.

Og þetta kokgleypa margir og stuðningur við vinstri menn er í nýjum hæðum. Þeir hinir sömu sjá nú að hægt er að fresta þinginu, það er hægt að taka fyrir önnur mál en tillögur um breytingu á stjórnarskránni og það er hægt að gera hvað sem er.

Ósannsögli vinstri manna á eftir að koma í bakið á þeim. Sá tími mun koma að þau 40% sem ekki taka þátt í skoðanakönnunum munu átta sig á að framtíðin byggist ekki á óraunsæjum flokkum.


mbl.is Þingmenn komnir í páskafrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú verið að reyna að hlusta á alla þessa stjórnmálamenn síðustu mánuðina og er algjörlega búinn að gefast upp.  Þeir lifa í einangruðum heimi inná Alþingi og eru að slást um hver fær að tala og ráða.

Ef eitthvað vit væri í kollinum á þeim þá settust þeir allir niður saman og ræddu málin með skynsömum hætti og finndu þá leið út úr þessu bölvaða veseni óháða hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna!!  Þessi vandi snertir ekki flokkanna og þeirra hagsmuni heldur 300.000 einstaklinga sem vilja bara fá að vera til í sátt og samlyndi.

Fylkir Freysson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband