Skattahækkanir leysa ekki allan vanda

Við þurfum að skjóta skjalborg um heimilin í landinu, hefur Steingrímur fjármálaráðherra iðulega sagt. Hann á bara við sum heimili, hin ætlar hann að skattleggja. En hefur hann kannað hvernig tekjuskiptingin er hjá þeim þúsundum heimila sem berjast við lækkandi markaðsverð á íbúðum sínum og hækkandi lánshlutfall?

Nei, svo virðist ekki vera. Hins vegar á nú að brúka allt sem er í vopnabúri gamaldags sósíalistaflokks og þar eru efst á blaði skattahækkanir. Og Indriði Þorláksson leggstu nú ekki gegn frekari skattahækkunum.

Er ekki eitthvað undarlegt við skattahækkanir á þeim tíma sem þjóðin er í sárum vegna bankahruns og kreppu? 

Nýlega var heimilað að nýta að fullu virðisaukaskatt vegna viðgerða á íbúðarhúsnæði. Með því átti að auka við störf iðnaðarmanna. Tekjuskattshækkun vegur örugglega þungt gegn þessum hugmyndum.

Hefði eitthvert vit verið í Steingrími og Indriða hefðu þeir átt að miða skattana við milljón krónur og hærra. Þá hefðu þeir náð til þeirra sem raunverulega ættu að vera aflögufærir, þ.e. ráðherrar, ráðuneytisstjórar, forstjórar ofl. 

Og skjaldborgin ... Hún er bara talsmáti.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband