Ekki minnihlutastjórnni að þakka

Við skulum bara hafa það á hreinu að það er ekki vegna efnahagsráðstafanna minnihlutastjórnarinnar verði stýrivextir Seðlabankans lækkaðir. Hún á engan þátt í þeirri aðgerð vegna þess að hún hefur ekkert lagt til málanna í þeim málum annað en að halda áfram þeim aðgerðum sem fyrri ríkisstjórn mótaði.

Hins vegar má áreiðanlega búast við því að menn fari nú að þakki Jóhönnu og Steingrími fyrir vaxtalækkunina sem „helv... hann Davíð“ gat aldrei komið í framkvæmd. Og við skulum sjá til hvort þau skötuhjú taka hrósið til sín.


mbl.is Býst við vaxtalækkun í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er algjörlega að öllu leyti alveg 100% hinni verkfúsu vinstirstjórn að þakka - enda væri Ísland örugglega komið allt á hausinn ef þessi lífsnauðsynlega stjórn hefði ekki komið til á ögurstundu - svo hörmulega hélt Sjálfstæðisflokkurinn landinu í gíslingu aðgerðaleysis í heilia 4 mánuði eftir hrunið sem flokkurinn olli.

Þór Jóhannesson, 9.3.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka fyrir innlitið, Þór.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.3.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Úff úff!!  Þór Jóhannesson væri gott tilraunaverkefni fyrir vísindamenn á öllum sviðum.

Að sjálfsögðu mun Jarpur og Össur þakka sér innilega fyrir stýrivaxtalækkunina sem AGS ákvað fyrir löngu síðan. 

Guðmundur Björn, 9.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband