Angi af þjóðernisgrobbfréttamennsku

Er nú ekki kominn tími til að hætta þessari þjóðernisgrobbsfréttamennsku sem hefur tröllriðið íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Þetta eru yfirleitt gagnrýnislausar frásagnir af hlutum sem eru ákaflega vafasamir. Svipað og „How do you like Iceland?“ froðan.

Hliðstæðar fréttir af þessu tagi eru skrýtnu viðtölin við Íslendinga sem eru að „meika´ða“ í útlandinu. Rætt er við boltastrákinn sem stóð sig svo afburða vel í leiknum sem þó tapaðist. Ekki en greint frá leiknum að öðru leiti. Söngvarinn er á heimsmælikvarða segir fjölmiðillinn og vitnar því til sönnunar í viðtal við sjálfan söngvarann. Ekki er vitnað í aðra.

Verra er eða öllu var þegar vér Íslendingar vorum við það að eignast allan heiminn. Hinir ágætu útrásarvíkingar vorir stóðu sig þá svo innilega vel og fjölmiðlarnir tíunduðu samviskusamlega „afrekin“. Nú veit maður að aldrei var farið í saumana á málunum. Frasinn sem nú sést svo oft, „skuldsett yfirtaka“, heyrðist aldrei.

Íslensku fjölmiðlarnir komu því inn hjá manni að hjá Danske bank ynnu bara skíthælar sem ekkert þekktu til viðskipta eða efnahagsmála yfirleitt. Og ekki voru móttökurnar skárri þegar einhverjum útlendingnum flaug það í hug að rússneskir mafíupeningar væru í spilum útrásarvíkinganna.

Íslendingar „áttu“ nær allan heiminn en eiga nú bara skuldsett hús og fyrirtæki í útlandinu. Okkur var aldrei sagt frá því hvernig þessir útrásarvíkingar gátu keypt hús, flugfélög, verslanir, lystisnekkjur og flugflugvélar. Nú vitum við að þeir tóku peningana okkar út úr bönkunum okkar til þess arna. Þeir keyptu á undirverði og seldu á yfirverði og smurðu yfirleitt stórum hluta skuldanna á eignirnar. Þetta var engin snilld vegna þess að engum heiðarlegum manni dettur í hug að fara svona með fyrirtæki þar sem fjöldi manna vinnur enda teflir það framtíðarmöguleikum starfsfólksins og fyrirtækinu sjálfu í tvísýnu.

Blaðamanni Morgunblaðsins sem ritaði fréttina um hina ódýru borg Reykjavík má þó hrósa því hann fellur ekki í þann pytt að alhæfa heldur brúkar gæsalappir. Þannig er Reykjavík með „ódýrustu“ borgum, ódýr fyrir útlendinga en dýr fyrir Íslendinga. Blaðamennskan skánar.


mbl.is Reykjavík með „ódýrustu" borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ódýr fyrir alla en þá sem búa þar og ættu að hafa það betra, en sammála að öðru leyti..dram er falli næst.

TARA, 10.3.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband