Samfylkingin leikur sé með fjölmiðlafólk

Eru fjölmiðlar allir komnir í akkorðsvinnu hjá Samfylkingunni? Hversu lengi ætla fjölmiðlar að halda áfram að tuða um tregðu Jóhönnu og bænir samfylkingamanna til hennar?

Ég hef haldið því fram að hér sé um hannaða atburðarás að ræða. Jóhanna segst aldrei hafa ætlað að verða formaður, búin að gefa það frá sér en samt linnir ekki fréttunum af bónorðunum. Þá loksins að leið hennar er greið til formanns í þessum svokallaða krataflokki þá hagar hún sér eins og ungmey sem veit ekki við hvern hún á að dansa.

„Minn tími mun kom“, hrópaði Jóhanna forðum daga. Og svo þegar sá tími erunnur upp að hún má verða formaður þá hikar hún ... Trúir einhver svona leikaraskap.

Nei, þetta er ótrúlegt. Hitt er sjá allir sem vilja að allt er þetta fyrirfram hannað og fréttamenn eru blindir og ráða sér ekki. Er það frétt að Össur vilji fá hana sem formann? Kemur næst viðtal við Dag Eggertsson?

Af hverju segi ég það?

Vita menn ekki að formannsstóllinn í Sjálfstæðisflokknum er laus? Kannski segir það meira um iðjuleysi eða kunnáttuleysi Sjálfstæðisflokksins í kynningarmálum en ofvirkni Samfylkingarinnar að fjölmiðlar hafa ekki frá neinu öðru að segja en heilagri Jóhönnu og naflaskoðun hennar.


mbl.is Össur biðlar til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband