Af hverju var ríkið að skipta sér af?

Fyrst viðskiptaráðherra er svona viss þá dettur upp sú spurning hvers vegna Straumur-Burðarás var ekki hreinlega látinn fara á hausinn? Hverjir eru hagsmunir ríkisins í að halda honum á floti.

Gylfi segir að starfsemi Straums sé að mestu hætt, jafnvel sjálfhætt. Ekki furða þótt maður velti því fyrir sér hvers vegna ríkið er að basla með þennan bagga ef veði Seðlabankans eru nokkuð tryggð.


mbl.is Gylfi: Fleira kom til hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gylfi talar um ábyrgð ríkisins á innistæðum. Ég myndi giska á að þeir séu að tryggja ríkinu eignir bankans til að standa undir þeim ábyrgðum og lánadrottnar bankans geti svo fengið það sem eftir verður ef það er ekki. Ef bankinn hefði farið í þrot hefðu innistæðurnar ekki verið forgangskröfur og annað hvort ríkið þurft að standa undir því sem upp á vantaði varðandi innlánin eða innlánin ekki fengist greidd að fullu.

Steinn Hafliðason, 9.3.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú og ég erum sennilega ábyrgir í gegnum ríkissjóð ef eignirnar duga ekki fyrir innistæðunum. Þekki ekki hvort Straumur skuldaði ríkissjóði umfram það.

Steinn Hafliðason, 9.3.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband