Fleiri fyrirtæki munu hætta viðskiptum við Ísland

Þó ekki hafi farið mikið fyrir andstöðu við hvalveiðum í Evrópu og Ameríku þýðir það alls ekki að viðhorf fólks hafi breyst. Af fjölmörgum ástæðum, réttum og röngum, þykir flestum rangt að veiða hval.

Lítið ríki sem ætlar í hvalveiðar verður ofurselt alls kyns áróðri, miklu meiri og hatrammari en stórt ríki. Þannig munu milljónir manna fordæma hvalveiðar Íslendinga, hvetja til opinberra refsiaðgerða, taka sig saman um að sniðganga íslenskar vörur og jafnvel þau fyrirtæki sem skipta við Ísland. Við munum ekki geta rönd við reist frekar en að við gátum sinnt neinu gáfulegu PR vegna bankahrunsins. Áfram munum við mæta heift, reiði og jafnvel refsiaðgerðum af ýmsu tagi.

Ekki er furða þó breska fyrirtækið Waitrose ætli að hætta viðskiptum við Frostfisk vegna hvalveiðanna. Breska fyrirtækið þorir ekki öðru, veit að þegar áróðurinn byrjar gegn hvalveiðunum verður fyrirtækið ásamt fjölda annarra skotspónn mótmælenda. Stjórnendum hefur einfaldlega verið bent á að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið og þess vegna er staðan sú sem frá segir í fréttinni.

Fleiri fyrirtækið eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Afleiðingin verður auðvitað ferlega slæm fyrir þjóðarbúið. Stjórnvöld munu því nauðbeygð lýsa yfir hvalveiðibann næsta haust. Skiptir engu hvaða stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórnina á þessum tíma. Þetta verður niðurstaðan hvort sem okkur líkar betur eða verr.


mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Spurning er, hvort hvalveiðar skapi frekar fleiri störf fremur en að fækka þeim?

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Sigurður

Ég er alveg gáttaður á þessari ákvörðun Einars fyrrv. ráðherra. Það er eitthvað glórulaust þjóðrembingsháttalag sem virðist stýra þessu. Ekki yfirvegað mat á raunverulegum hagsmunum og einfaldri reikningskúnst sem byggist á debet og kredit.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2009 kl. 11:16

3 Smámynd: Jens Ólafsson

Sæll.

Ég er hjartanlega sammála þér, við erum að eiga hér við öfl sem hlusta ekki á rök. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum þurfti ég oft að „rökræða“ við andstæðinga hvalveiða, ef hægt er að kalla það rökræður. Ég kom með öll rökin fyrir hvalveiðum; veiðar eftir takmörkuðum kvóta, mannúðlegar veiðiaðferðir, réttur okkar til að nýta auðlyndir okkar o.s.frv. En það var eins og að reyna að ræða við vegg, í þeirra huga voru hvalveiðar villimannslegar og ósiðlegar, punktur og basta.

Og í starfi mínu í ferðaþjónustu verð ég ótrúlega oft var við þetta viðhorf og varð þetta til að ég skipti um skoðun í þessu máli, í dag tel ég skaðann af hvalveiðum vera mun meiri en hugsanlegur ávinningur.

Jens Ólafsson, 21.2.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Skiptir engu með hana Hrefnu, annað með langreyðina.  Áralangt innihaldslaust væl þeirra sem reka hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi um að þetta muni eyðileggja eitthvað fyrir þeim er orðið þreytt (þá sérstaklega á Húsavík).  Ferðaþjónusta hefur vaxið hér undanfarin 10 ár um að jafnaði 6%, fyrir utan 2002.  Hvalaskoðunarfyrirtækin eru hvort sem er flest öll á hausnum og hafa verið það um langa tíð.  Það bjargar þeim ekki neitt nema það að kúnninn sé tilbúinn að borga 10.000 kr. fyrir túrinn svo þau nái break-even eða ná þá að nurla smá hagnaði fyrir skatta.

Starfandi í ferðaþjónustu í Danmörku og selt Ísland sl. þrjú ár hefur algerlega sýnt mér það að ferðamanninum (Dananum og Svíanum) er algjörlega sama.  Spyr ekki einu sinni um þetta, en flykkist í hvalaskoðun.  Held að viðskipti hafi verið um 8m árið 2008 við hvalaskoðunarfyrirtækin tvö - Eldingu og Norðursiglingu.   Þetta eru yfirleitt móðursjúkir Kanar og Þjóðverjar sem vita ekkert um málið, hlusta bara á áróður og trúa honum.

Hvalveiðar eru sjálfsagðar ef menn vilja stunda þær.  Eigum við að láta Kanana eða evrópska umhverfisfasista sem halda að allir hvalir séu Free Willy ráða för??

Guðmundur Björn, 23.2.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband