Var Valgerður yfirleitt hæf í stjórn bankans?

Sá sem ekkert hefur fram að færa, hvorki hugsjón, eldmóð né góð ráð á einfaldlega ekki að sitja í nokkurri stjórn.

Það er bara hræsni að halda því fram að bankastjórn Seðlabankans sitji í óþökk einhverra. Fólkið í landinu hefur ekki tjáð sig á neinn mælanlegan hátt um bankastjórina.

Seðlabankinn hefur mikilvægum störfum að gegna í þjóðfélaginu. Valgerður Bjarnadóttir kýs að hverfa frá þeim störfum og vísar til einhvers sem ekki er hönd á festandi. Tómt rugl í manneskjunni.

Látum það nú allt vera. Hvað með þau störf sem stjórn Seðlabankans er ætlað að sinna? Getur Valgerður Bjarnadóttir bara gengið brott, skilið eftir auðan stól og látið eins og ekkert sé? Hver er ábyrgð hennar, hvernig er samviska hennar? Eða finnst henni Davíð Oddsson bara svo leiðinlegur á fundum?

Nei, eitthvað annað býr þarna að baki. Kannski Valgerði langi á þing og hún sé einfaldlega að vekja athygli á sjálfri sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar. Að öðru leyti er ekki hægt að skýra á sennilegan hátt flótta Valgerðar úr Seðlabankanum. Nema þá að hún hafi aldrei átt erindi þangað inn, sé bara ekki hæf - skilji ekki verkefnin.


mbl.is Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Kannski ekki þolað að gengi krónunnar er að styrkjast,og útlitið um margt að batna a.m.k.miðað við aðrar þjóðir.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.2.2009 kl. 10:37

2 identicon

Tek það fram að ég er ekki hallur undir SF, eða flokkadrætti almennt. Þessi færsla þín strýkur mér öfugt vegna tvískinnungsins í henni : rakaleysi í framsetningu, jafnframt fullyrðingum og kröfum um sannanir og rök.

Er Valgerður þannig? Þ.e. hefur ekkert fram að færa? Geturðu sannað það?

Er það hræsni og 'ómælanlegt' að hundruðir til þúsundir fylkist á Austurvöll 19 vikur í röð og krefjast þess m.a. að stjórn Seðlabankas víki? Er það ómælanleg tjáning? Hvað með einungis 1500 manns að jafnaði * 19 vikur sem gerir 28500. Dugar það þér sem mæling?

'Valgerður hverfur frá og vísar til einhvers sem ekki er hönd á festandi'. Hún virðist vísa til tilfinninga sinna og tjáir þau mörk sín að geta ekki setið lengur. Áskorun: Ef þú elskar börnin þín, vinsamlegast sannaðu það þá svo 'hönd verði á festandi'.

Ef þér gengur illa með að sanna það, það þá dugar mér að þú sannir 'svo hönd á festi' að þér finnist mjólk annaðhvort a) vond eða b) góð.

Kær kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Sigurður: Sómatilfinnig og samviska er nokkuð sem enn finnst hjá einstaka fólki. Það láta ekki allir gorgeir, sjálfsánæju, valdagræðgi og flokkshollustu ráða lífi sínu!

Stefán Lárus Pálsson, 19.2.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir athugasemdirnar, Kristinn.

Efni bloggins hjá mér var fyrst og fremst sú staðreynd að Valgerður segir sig úr bankaráðinu. Það eitt skiptir máli að hún hættir og skilur verkefnin eftir. Hver á að vinna þau? Ekkert vit í þessu þó svo að einhverjir séu að mótmæla. Það skiptir afsögn Valgerðar engu máli.

Hún stekkur frá erfiðu verkefni án nokkurra skynsamlegra skýringa. Hún var ekki í banakaráðinu við hrunið, ber þar af leiðandi enga ábyrgð á því. Ábyrgð hennar er að hennar mati hins vegar engin og því hættir hún. Segir talsvert um persónu viðkomandi.

Frekar finnst mér þetta slappir útreikningar, rétt eins og enginn hafi komið oftar en einu sinni á Austurvöll. Og þetta með börnin mín var ekki gott.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.2.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér Stefán fyrir innlitið.

Hvað með ábyrgð aelgerðar fyrir starfi sínu sem bankaráðsmaður. Hún hleypst á brott á ögurstundu. Algjör afleikur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.2.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Kristinn Torfi ég held að það sé búið að vera augljóst í langan tíma að 75% af þjóðinni vil eðlilega breytingar í tengslum við "stjórn & bankastjórn Seðlabankans" í ljósi þess að bankinn brást ítrekað sínu hlutverki og urðu meira að segja "tæknilega gjaldþrota".  Augljóst vanhæfni, nema þú sért sjálfstæðismaður þá er viðkomandi svo BLINDUR (siðblindur) að ekki er hægt að ætlast til að slíkir aðilar fái sjón! 

Ég tala hins vegar um "lýðskrum" hjá Samfylkingunni og þeirra konum sem segja sig ítrekað úr stjórn Seðlabankans, bara til að einhver önnur Samfylkingar kona geti tekið sæti þeirra.  Þetta er bara "lýðskrum" - þarna reyna þær & Samfylkingin að blekkja þjóðina og það virkar.  Sorglegt að þurfa að sitja upp með þessa bankastjóra & þessa bankastjórn, en um leið og tekst að breyta lögum um Seðlabankann þá verður hægt að fjarlæga þetta lið og fá inn hæfari einstaklinga.  Hannes Hólmsteinn & Halldór Blöndal í stjórn Seðlabankans, auðvitað verður bankinn "tæknilega gjaldþrota" þegar svona sauðir fá að veita ráðgjöf....  Það verður þjóðargæfa þegar BLÁSKJÁR yfirgefur þessa stofnun!

Jakob Þór Haraldsson, 19.2.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Það að segja af sér starfi, ef viðkomandi finnst að það sé ekki möguleiki á starfsfriði eða það að ná árangri, er hárrétt ákvörðun, líka í Seðló, þó Dabba finnist það ekki. Valgerður gerir rétt, stjórn bankans er óstarfhæf og bankinn gjaldþrota sjoppa, það vantar bara að setja skilanefnd og henda öllu fúskliðinu út á Arnarhól!1

Stefán Lárus Pálsson, 19.2.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Egill

Það er ekki Sigurðar að sanna að einhver sé óhæf í stöðu.

Hann einfaldlega spurði, var hún hæf til starfsins til að byrja með, þannig að það er hennar að sýna fram á það, með plöggum um menntun.

Sama á við um bankastjóra, þeir eiga að hafa hagfræðimenntun.

Ómælanlegt að fólk mæti og mótmæli sitjandi bankastjórn, skiptir það máli hvort margir mæta eða ekki?

Það myndi skipta máli ef það væri hluti að lýðræðinu að kjósa um stjórn seðlabankans, það er einfaldlega ekki hluti af því, þetta er ekki vinsældarkeppni hjá almenning.

Þeir sem sitja í þessarri stjórn eiga að vera hæfir til verksins, skipaðir af einhverju valdi sem Á að vera algerlega ÓPÓLITÍSKT, því miður er það ekki þannig í dag.

Davíð hefur ekki hagfræðimenntun en hann hefur 13 ára (að ég held) reynslu að forsætisráðherrasetu sem er ekkert nema efnahagsmálavinna, þannig að reynsluna og kunnátuna hefur hann, en er ég sammála að hann eigi að sitja þarna, nei, of pólitískt tengdur.

Ég hef bara ekkert um það að segja hins vegar, og sama hve mikið af peningum ég hef tapað í þessarri kreppu, eða hvort ég missti vinnuna eða hvort ég er að missa húsnæðið o.s.frv. þá kemur það þessu máli ekki við.

Fólk er ósátt, skiljanlega, og vill kenna einhverjum um, þar vísar Sigurður hér í að mælanlegar tjáningar um þessi mál.

Komast að því hvort það er einhverjum 1 aðila að kenna, fólk heldur það greinilega að Davíð ráði öllu uppí seðlabankanum, hann gerir það ekki. Ef það er þessum 1 aðila að kenna, þá sýnir maður rök fyrir því og sannanir, og síðan geri ég ráð fyrir að sá aðili myndi hrökklast í burtu með skottið á milli lappana.

Þessi staða er ekki uppá teningnum í dag, og ef við viljum kenna einhverjum um, hvernig væri að kenna bönkunum um og þeim sem stjórna þeim og komu í veg fyrir að fjármálaeftirlitið yrði styrkt, það var ekki fyrr en Rating hjá þeim fór niður og skammtímalánin sem þeir fengu erlendis voru komin í of háa vexti, að þeir fóru að sjá sér hag í því að styrkja fjármálaeftirlitið, því misræmi á bönkum og eftirlitinu var stærsta ástæða ef ekki sú eina sem Rating hjá þeim fór niður.

Nú var þetta í þeirra hag að efla eftirlitið, en þá var þetta of seint.

koma með rök fyrir því hvernig þetta er davíð að kenna og ég skal halda kjafti í kjölfarið.

fjöldi er ekki það sama og sannleikur, við vitum öll að veröldin var talin vera flöt á einum tíma, og enn í dag trúir fólk á guði og anda.

Egill, 19.2.2009 kl. 12:43

9 Smámynd: Egill

og til að bæta við

þá er Valgerður með próf í viðskiptafræði, þannig að ég myndi halda hana hæfa.

Egill, 19.2.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband