Velkominn aftur, Jón

Á þessum tímum skiptir máli að frjálslyndir menn standi saman gegn vinstri slagsíðu sem virðist komin á þjóðarskútuna.

Jón Magnússon starfaði hér á árum áður mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var formaður Heimdallar, fomaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sat í miðstjórn flokksins og gengdi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum.

Jón yfirgaf Sjálfstæðisflokkin þegar honum fannst hann ekki ná nógum góðum árangri innan hans. Ég var mjög ósáttur við Jón á þeim tíma, taldi hann hafa hlaupist á brott vegna eigin hagsmuna, hann hafi ekki sætt sig við lélegt fylgi innan flokksins. Ég var og er á þeirri skoðun að Jón gæti bara kennt sjálfum sér um. Slakt gengi þarf ekki endilega að vera þess eðlis að flokkurinn hafi hafnað honum eða flokkurinn hafi færst frá honum svo gripið sé til útslitinna frasa.

En nú er Jón kominn aftur og veri hann velkominn. Staða hans er án efa betri innan Alþingis og væntanlega mun hann framvegis taka þátt í störfum flokksins. Það er engin ástæða að dvelja við það sem á undan hefur gengið heldur horfa fram til næsta landsfundar og svo kosninganna í lok apríl.

Afar gott fólk starfaði með Jóni innan Frjálslynda flokksins og Nýs afls. Vonandi fylgir þetta fólk honum aftur inn í Sjálfstæðisflokksins. Þar á það heima.


mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband