Fela InDefence að sjá algerlega um samingana?

Afar áhugavert tilboð frá InDefence hópnum. Vonandi tekur minnihlutaríkisstjórnin hana til skoðunar. Af fjölmörgum ástæðum er þetta einfaldleg of góð hugmynd til að láta framhjá sér fara.

Venjulegir borgarar fara með embættismönnum ríkisins til samningaviðræðna. Fólk sem getur sagt meiningu sína, er ekki múlbundið á klafa diplómasíu eða regluverks. Fólk sem túlkar viðhorf almennra borgara, þjóðar sem situr uppi með gerðir óreglufólks.

Betri hugmynd er ekki í boði - nema þá sú að við biðjum InDefence hópinn að sjá algerlega um samningaviðræðurnar um vexti og afborganir. Launin eru ekkert annað en ævarandi þakklæti heillar þjóðar.


mbl.is Bjóða fram aðstoð vegna Icesave deilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband