EFBFBSSVDLSL hreyfingin krefst kaffiboðs hjá Jóhönnu

„Raddir fólksins“ eru raddir sumra, ekki allra. Viðurkennum það bara. Svona nafngiftir eru snobb á borð við „Alþýðu“flokkinn, „Alþýðu“bandalagið, „Íslands“hreyfingin og önnur nöfn sem minnihlutahópar velja sér til að sýnast stærri eða merkilegri en þeir eru.

Við erum hérna nokkur sem nefnumst BARÁTTUHREYFINGIN FYRIR BÆTTU SIÐFERÐI Í STJÓRNMÁLUM, VIÐSKIPTUM OG DAGLEGU LÍFI EN SÉRSTAKLEGA Á LAUGARDÖGUM.

Við viljum endilega fá að ræða við heilaga Jóhönnu um stöðu Seðlabankans og Davíð Oddson vegna þess að við erum ekki alveg viss um að „Raddir fólksins“ hafi túlkað skoðanir okkar að neinu leyti. Við gerum þá kröfum til Jóhönnu að hún bjóði okkur í kaffi og kleinur (te handa mér, takk) og hún hlusti á kröfur okkar um Seðlabankann og ríkisstjórnina.

Svo finnst mér svona persónulega að Veðurstofustjóri þurfi að segja af sér. Svona veðurfar er ekki neinni þjóð bjóðandi sérstaklega þegar efnahagskreppa ríður yfir.

Hér í lokin verð ég að fá að segja frá landssamtökunum „EYRU FÓLKSINS“. Þau hafa frá upphafi kreppunnar verið gjörsamlega hundsuð og misnotkuð af hljóðvarpi, sjónvarpi, lúðrum Sturlu og kjaftagangi í heitu pottunum. Þetta fólk hefur ekkert gert af sér en þarf nú að þola efnahagshremmingar af stærðargráðu sem hingað til hefur verið óþekkt nú nú þarf það að þola hávaðann frá „Röddum fólksins“. Hversu illa er ekki hægt að fara með meirihlutahóp þjóðarinnar?


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Fyrst þig langar svona agalega mikið í kaffi til Jóhönnu afhverju bjallaru þá ekki bara í hana og spyrð hvort þú megir koma.

Annars má vel vera að hún lesi bloggið þitt og bjalli í þig á eftir og bjóði þér.

Neddi, 13.2.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Nostradamus

En hvað með "Sjálfstæðis" flokkinn??

Nostradamus, 13.2.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Nostra“ hvað?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.2.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband