Sjónarspil vegna ríkisstjórnar með bundnar hendur

Hversu langan tíma á þetta að taka? Um er að ræða tveggja til þriggja mánaða starfstíma ríkisstjórnar sem hefur afar takmörkuð ráð. Markmið ríkisstjórnarinnar er að halda kosningar hið fyrsta. Þar af leiðir að meginhluta tímans er þingið ekki starfandi og hendur ríkisstjórnarinnar bundnar.

Hamagangur og sjónarspilið er furðulegur í ljósi þessara staðreynda. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér á málefnalegan hátt?


mbl.is Nýr fundur klukkan 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hagsmunir þeirra stjórnmálaflokka sem að ríkisstjórn standa fara ekki saman þegar kemur að undirbúningi kosninga á landsvísu. Samfylkingin er nýbúin að ganga í gegnum örlítinn "jarðskjálfta" og á eftir að stilla sig af aftur. Formaður flokksins og skærasta stjarna glímir við erfið veikindi og óvíst hvenær hún kemst aftur í "fúll sving".

Vinstri grænir sigla hins vegar keikir á öldutoppi mikillar óánægju sem tekist hefur að finna auðveldan og auðskiljanlegan farveg. Þeir vilja kjósa strax í dag, meðan reiðin kraumar og grasserar. Það er alls óvíst að hrifningin verði eins mikil þegar af fólki rennur og þá gætu menn tekið upp á einhverju óvæntu eins og að kjósa Framsókn eða Samfylkingu!

"Neyttu meðan á nefinu stendur" sagði kerlingin og barði karl sinn til bana með því að kála flugu á nefi hans með steikarpönnu

Flosi Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Flosi. Þetta er bara góð greining. Niðurlagið er líklegast ekki fjarri lagi, kjósendur eru óútreiknanlegir - sem betur fer.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband