Enn einn kratinn án staðfestu eða eldmóðs

Svo virðist sem stefna Samfylkingarinnar speglast jafnan í því að hún þorir ekki. Þorir ekki að móta sér sjálfstæða stefnu, þorir ekki að koma stefnu sinni í framkvæmd og láti stjórnast af allt öðru en djúpri sannfæringu fyrir eigin ágæti. Ágúst Ólafur hrekst nú með fleiri samfylkingarmönnum sem heldur að mótmælendur séu þjóðin.

Vissulega er afar mikil óánægja með stöðu mála. Samfylkingin ber sína ábyrgð eins og aðrir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn þó mesta. Hins vegar er íslensk stjórnsýsla verulega vanmáttugu og hún megnar ekki að vinna á þeim hraða sem þjóðin krefst. Svo bætir það ekki úr skák að ríkisstjórnin kann hreinlega ekki að miðla upplýsingum til þjóðarinnar. Ég er þess fullviss að takist henni það þá myndi stór hluti þjóðarinnar verða rólegri.

Úr því sem komið er sýnist mér að það verði varla umflúið að efna til kosninga í maí. Það þýðir einfaldlega það að enn hægar mun ganga að fletta ofan af því spillingarrugli sem gegnið hefur yfir þjóðina og bæta úr. Þökk sé stjornmálamönnum eins og Ágústi Ólafi sem hafa ekki staðfestu né eldmóð og kunna ekki að standa í lappirnar. 


mbl.is Óhjákvæmilegt að kjósa í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband