Lág verðbólga, mikið atvinnuleysi

Athyglisvert að sjá vernig heimskreppan er að leika löndin í Evrópusvæðinu. Nú er spáð enn frekari samdrætti og hann hlýtur að koma við hér á landi. Í ljósi umræðna um aðild að ESB er áhugavert að skoða verðbólguna í sambandinu. Þá kemur í ljós aðhún er víðast í ríkjum vestur Evrópu frá 1,8% í Frakklandi og upp í 3,5% í Grikklandi. Við leikmenn getur þar með ályktað að verðlag sé frekar stöðugt í Evrópu. Skoðum þá atvinnuleysistölurnar. Þá kemur í ljós að minnst atvinnuleysi var í Hollandi, 3,4%, en mest á Spáni, 13,8%. Yfirleitt er atvinnuleysið 6,5% eða meira.



mbl.is Spá 1,9% samdrætti á evrusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tölurnar segja ekki allt. Hér í Hollandi hefur verðlag nærri tvöfaldast síðan evran var tekin upp í ársbyrjun 2002. Það muntu ekki sjá í verðbólgutölum, en svona er það nú samt.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta, Villi. Það sama heyrði ég þegar ég bjó á Spáni og Grikklandi. Við getum eflaust fundið svipaðar aðgerðir hér á landi, t.d. þegar virðisaukaskattur var lækkaður eða þegar núllin voru tekin af krónunni.

Hvað segja menn annars um verðbólgu og atvinnuleysi í Hollandi? Atvinnuleysið er minnst þarna, aðeins 3.4%. Í Belgíu er 8% atvinnuleysi og 2,5% verðbólga.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fólk kvartar yfir verðlagi, en atvinnuleysi er ekki orðið að stóru vandamáli enn. Ég vinn á Schiphol og þar hafa margir misst vinnuna, þ.á.m. 40% vinnufélaga minna, en ferðamannaiðnaðurinn er auðvitað sérstaklega viðkvæmur. Það merkilega er að mikið af ferðamönnum eru farnir að fljúga frá nágrannalöndunum eins og Belgíu og Þýskalandi því það er ódýrara. ESB löndin eru í bullandi samkeppni við hvort annað.

.

Stjórnvöld eru þó skíthrædd, enda eru þau að setja tugi milljarða evra eða meira í sjóð til að halda stórfyrirtækjum á floti til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. Ég hef þó litla trú á svoleiðis dæmi, því ef þau eru að hruni komin núna, geta þau varla lifað 2-4 ára kreppu af. Ég geri því ráð fyrir að atvinnuleysi eigi eftir að stóraukast.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef áhyggjur eru að vaxa í Hollandi vegna atvinnuleysis og verðbólgu þá þurfum við Íslendingar að skoða hvort vaxandi heimskreppa geti ekki gert ill verra hérna heima.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Heimskreppan mun hafa meiri áhrif, en ég efast um að ESB aðild sé töfralausnin sem sumir halda fram. Frekar en að stóriðjan hafi reddað okkur eins og sumir héldu fram að hún myndi gera. Málið er að kapítalismi lifir á útþennslu og samdrætti. Svo lengi em við búum við það kerfi verðum við að taka dýfunum eins og öðru. Það þýðir ekki að væla í hvert skipti sem samdráttur verður. Svona virkar þetta kerfi. Ef við viljum það ekki, er um að gera að finna upp betra kerfi, ekki leita að töfralausnum.

Það er svo annað mál að græðgin fór illa með okkur og gerir dýfuna dýpri en hún þurfti að verða.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband