Þurfum fleiri eins og Björn Bjarnason

Ég hef enga trú á að þessi frétt sé rétt. Björn Bjarnason hefur verið afar öflugur ráðherra og er yfirburðar stjórnmálamaður. Þekking hans er gríðarlega mikil og hann er heiðarlegur og einlægur í verkum sínum.

Persónulega þekki ég Björn ekkert er ekki einu sinni málkunnugur honum. Hins vegar hef ég verið samferða honum í Sjálfstæðisflokknum frá því ég gekk í hann sextán ára að aldri. Á frægu þingi ungra Sjálfstæðismanna á Egilsstöðum kaus ég Friðrik Sófusson sem formann enda vissi ég vala nokkur deili á Birni. Það hefur þó breyst í gegnum árin og eftir að hann gaf kost á sér í stjórnmál hef ég verið harður stuðningsmaður hans í flestum prófkjörum.

Greinilegt er að andstæðingar Björns hafa lagt hann í einelti. Hann hefur verið sakaður um slæmar embættisfærslur, ráðningar hans í embætti hafa verið umdeildar og andstæðingar hans hafa gert að því skóna að annarlegar hvatir liggi að baki öllum hans ákvörðunum.

Auðvitað mega menn halda því fram sem þeir vilja en þegar öll kurl hafa komið til grafar getur enginn sýnt með rökum fram á að ásakanir þeirra séu réttar. Hins vegar eru gaspra ýmsir mikið og étur þar hver vitleysuna upp eftir öðrum þangað til hún er orðin að stórasannleik.

Annað mál er að oft eru uppi tvennar eða fleiri skoðanir á því sem stjórnmálamenn og ráðherrar gera. Við slíku er ekkert að segja. Skynsamlegt er að rökræða um gerðir annarra og er það háttur góðra stjórnmálamanna. Slíkt gerir Björn jafnan og kveinka sér andstæðingar hans undan föstum skotum.

Áróður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár einkum beinst gegn Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni. Ástæðan er einföld út frá áróðurstækni en hún hljóðar svona: Takist að gera sterkustu andstæðinganna tortryggilega þá tætist fylgið af flokki þeirra.

Út frá þessu var gengið fyrir mörgum árum, líklega fyrir Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og enn þann dag í dag glymur áróðurinn gegn Birni og hefur jafnvel náð inn í raðir Sjálfstæðismanna. Það breytir því þó ekki að þeir sem þekkja til starfa Björns eru nær einum rómi um ágæti mannsins og þess sem hann hefur áorkað t.d. í dómsmálaráðuneytinu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á dómskerfinu og lögregluumdæmum landsins voru ekki þess valdandi að fólk risi upp þúsundum saman og héldi mótmælafundi. Nei, breytingarnar gengu því sem næst snurðulaust fyrir sig jafnvel þótt margir væru á móti þeim en þá á málefnalegum forsendum.

Við megum ekki við því að missa Björn Bjarnason en hins vegar þurfum fleiri stjórnmálamenn eins og hann. Ég fullyrði að Björn á sér gríðarlega mikið fylgi innan Sjálfstæðisflokksins og fæstir munu verða sáttir ákveði hann að draga sig í hlé.


mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Björn Bjarnason "heiðarlegur og einlægur í verkum sínum"? Viltu ekki fara að drífa þig til læknis og láta líta á þig? Þú getur ekki verið heill miðað við svona yfirlýsingu.

corvus corax, 10.1.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

BB er með ofmetnaðri stjórnmálamönnum og nákvæmlega enginn eftirsjá í honum, dæmigerður atvinnupólitíkus sem þekkir ekki sinn vitjunartíma, risaeðla með óeðlilegan áhuga á vopnaskaki og Bilderberger  seppi að auki sem seint verður talið til virðingarauka.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi tvö komment eru nákvæmlega það sem ég á við. Tómur vindbelgingur, engin rök. Hins vegar truflar það mig ekkert.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.1.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband