Langar og leiðinlegar þulur í stað skýringamynda

Færð

Skrýtið hvað blaðamenn eru fíknir í að skrifa í stað þess að nota myndir, teikningar eða töflur til skýringar. Hér hefur blaðamaðurinn horft á kort Vegagerðarinnar um veður og færð og skrifað niður það sem þar kemur fram. Hefði nú ekki verið nær að birta kortið, eitt eða fleiri.

Því miður er þetta ekki einsdæmi. Fjölmargir blaðamenn geta ekki komið frá sér upplýsingum nema í löngum þulum en slíkt er lítið skemmtilegt til aflestrar.

Fjölmiðlafólk þarf að venja sig við að líta á málin frá sjónarhorni neytandans. Hvað kemur lesandanum best? Ég fæ til dæmis sáralítið út úr þessum texta í greininni:

Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir, skafrenningur og éljagangur.

 Hins vegar fæ ég miklu meiri upplýsingar úr meðfylgjandi korti frá Vegagerðinni.Það er auðvitað bara bull að alhæfa svona um heilan landshluta.

Veður

Ég get svo sum ekkert fullyrt um veðrið annars staðar á Norðurlandi en hér á Skagaströnd hefur verið hríð frá því snemma í morgun en ekki éljagangur. Trúlega er flughált víðast um Húnavatnssýslur. Og miðað við meðfylgjandi veðurspámynd fyrir klukkan 18 í dag frá Veðurstofunni þá virðist veðrið vera eins á Norðurlandi vestra, en samkvæmt sömu spá fyrir Norðurland eystra þá er veðurhæðin miklu minni þeim megin. Það er því rangt sem fram kemur í fréttinni að veðrið fari versnandi á Norðurlandi

Ekki veit ég hvað átt er við með orðinu „snjóþekja“. Vissulega er snjór á vegum en hann treðst niður og það veltu á hitastigi hvernig hann verður, verði að ís, krapa, eða kannski hreinsist úr hjólförum. Þetta orð er hins vegar mjög vinsælt meðal fjölmiðlamanna en frekar gagnslítið fyrir ökumenn.


mbl.is Veður fer versnandi á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband