Staðreyndalaust svartsýnisraus sem kallast frétt

Frekari upplýsingar vantar í þessa frétt svo hún standi undir nafni. Mikilsverðast er að fram komi hversu margir starfsmenn eru hjá þessum 3.500 fyrirtækjum. Í öðru lagi fjölda starfsmanna miðað við atvinnugreinar. Í þriðja lagi þarf að koma fram hver velta þessara fyrirtækja er og hvernig hún skiptist á milli atvinnugreina.

Allt of mikið er um ófullburða fréttir, sem segja í raun og veru sáralítið.Gæti til dæmis verið að stór hluti af þessum 3.500 fyrirtækjum séu án starfsmanna, þá nokkur konar eignarhaldsfélög eða félög sem ætlað er að standa í braski og taka skellinn fyrir eigendur sína? Hversu mörg þessara fyrirtækja eru eins manns einkahlutafélög, þ.e. félög eru nokkurs konar verktakar, t.d. einn eigandi og eignin sé eitt tæki eins og vörubíll, grafa eða þessháttar.

Allar frekari upplýsingar eru til að varpa ljósi á frétt sem varla er fugl né fiskur í því formi sem hún er birt. Það er hins vegar ábyrgðarhluti að kasta fram í fyrirsögn að þetta mörg fyrirtæki séu að fara í þrot. Nóg er af svartsýnisrausi íslenskra fjölmiðla nú þegar en fátt eitt gert til að sýna þá uppbyggingu sem sannarlega er í gangi.


mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það kemur nú fram í fréttinni að skúffufyrirtæki séu þarna á meðal en megnið af þeim séu alvörufyrirtæki. Einnig að það sé verið að vinna í nánari sundurliðun.

Hitt er annað þeir hjá Credit info eru duglegri við að setja einstaklinga og fyrirtæki þarna inn en taka þau út aftur ef þau hafa farið þangað af litlu eða engu tilefni. 

Landfari, 9.1.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband