Sinna þarf fyrst „jólahreingerningum“
17.12.2008 | 17:23
Út frá markaðslegum forsendum er mjög mikilvægt að bankinn slíti sem fyrst af sér öll tengsl við gamla Glitni. Hins vegar er ekki víst að nafnið Íslandsbanki dugi til þar sem það á sér ákveðna forsögu sem ekki er öllum að skapi.
Almannatengsl skipta bankann miklu máli. Nafn Glitnis hefur beðið svo mikinn hnekki að það mun lengi hér eftir tengjast útrás, spillingu, kreppu og öðrum neikvæðum hugtökum. Íslandsbanki hefur nafnið framyfir, flestum hérlendum er afar vel við fyrri hluta þess. Nafni landsins verður ekki breytt og hugsanleg getur bankinn undir hinu nýja nafni fleytt sér áfram erlendis vegna þess að nú er verið að hefja uppbyggingu á nafni Íslands.
Þann djöful hefur þó nýji bankinn að draga að fjölmargir halda því fram að stjórnendur bankans séu hinir sömu og stjórnuðu gamla Glitni. Eini munurinn sé sá að spekingarnir á toppi þess gamla hafa tekið pokann sinn og hinir hækkað um þrep.
Út frá almannatengslum er mikilvægt að bankinn kynni sig sem nýjan banka með vammlausum stjórnendum. Hvernig það er gert má deila um, en að mínu mati er mikilvægast er að hann sýni óyggjandi fram á að þeir sem nú stjórna eigi engan þátt í hruni bankans. Sé það hægt meðá sannfærandi hátt á bankinn framtíð fyrir sér.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá á Nýji Glitnir hugsanlega einn sjéns í viðbót. Komi í ljós eitthvað gruggugt svo ekki sé tekið svo djúpt í árinni að kalla það hneyksli, þá munu Íslendingar snúa baki við bankanum, allir sem einn. Þar af leiðandi er mikilvægast að sinna jólahreingerningunum, og þrífa vel og vandlega.
Nýi Glitnir verður Íslandsbanki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.