Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Mótmælin að þynnast út í pólitík
11.12.2008 | 15:40
Með þessari uppákomu dvínaði heldur virðing mín fyrir Herði Torfasyni. Get ekki með nokkru móti séð hvernig hann getur tengt dómsmálaráðherra við fall Glitnis og þaðan af síður krafist afsagnar hans.
Annars er ánægjulegt að sjá hvernig Vinstri grænir skemmta sér og að þeir hafi hið forna merki sósíalista í hávegum. Og enn skemmtilegar er að sá hvað sumir taka sig alvarlega og hylja andlit sín. Það vekur alla vega spekúlasjónir og vangaveltur rétt eins og í spurningakeppnum.
Ekki geri ég ráð fyrir því að þessi hafi verið þverpólitískur.
Mér sýnist á öllu á góð mótmælaherferð sé að þynnast út í einhliða pólitískan áróður fólks á vinstri væng stjórnmálanna. Með þessu fólki á ég litla samleið þó svo að maður sé fúll út í ástandið.
Raddir fólksins hjá saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 1644699
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að þú getur ekki séð eða skilið em samt haft skoðanir og fundist og velt upp samsæriskenningum.
Endilega kjaftaðu niður eins og þú getur það litla sem er verið að reina að gera.
Gott að eiga svona fyrirmyndir í samfélaginu.
Johann Trast Palmason, 11.12.2008 kl. 16:04
Lýsir þú stuðningi við ríkisstjórnina nafni eða heldur þú bara með þeim sem valdið hefur?
Sigurður Hrellir, 11.12.2008 kl. 16:15
Skil ekkert hvað þú átt við, Jóhann Þröstur Pálmason.
Sigurður Hrellir; Ég held ekkert með einum eða neinum en tek afstöðu út frá málefnalegum forsendum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.12.2008 kl. 16:29
Öfgaliðið af vinstri vængnum eyðilagði mótmælin strax í upphafi. Nú reynir Hörður og co. að breyta um taktík til þess að fá fleiri í lið með sér, en það er of seint.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 16:36
Meðan það eru einhver mótmæli, þá er ég sáttur.
Diesel, 11.12.2008 kl. 16:43
Hvernig dettur einhverjum í hug að mótmæli gegn ríkisstjórn séu eða geti verið ópólitísk? Eins og ég er Herði Torfasyni þakklát fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig við skipulagningu mótmælafunda, er ég jafn hissa á því að hann skuli ekki bara viðurkenna pólitíkina. Enda er pólitík hófsemi og lýðræðis ekkert til að skammast sín fyrir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:51
Ég er reyndar sammála Evu, mótmælin eru og eiga að vera pólitísk. Mótmælin við ríkisstjórnina eiga að byrtast í kosningum en ekki ofbeldi. Ég mæli með að púlsinn verði tekinn í vor og ef mótmælin verða fjölmenn þá og skoðanakannanir sýna að meirihluti fólks vill kosningar, þá mætti kjósa næsta haust fyrir mér. Bara sjálfsagt mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.