Fjölbreytni í atvinnulífi

Það er fráleitt að þjóðin geti treyst á eina atvinnugrein umfram aðra. Mestu skiptir að hér sé fjölbreytni í atvinnulífi.

Um langan aldur byggðum við fyrst og síðast á sjávarútvegi og sveiflur í veiðum eða sölu afurða komu nær samstundis fram í efnhagslífi þjóðarinnar. Sveiflurnar gerðu það að verkum að nær ómögulegt var fyrir aðrar atvinnugreinar að þrífast. Markmiðið er að svo verði aldrei aftur hér á landi og því er óviðunandi hversu stór áliðnaðurinn er.

Margir hafa haldið því fram að ferðaþjónusta sé framtíðin en því miður er svo ekki. Náttúra Íslands á eftir að bera stóran skaða af fjölgun ferðamanna og gerir það í raun nú þegar. Menn eins og Ómar Ragnarsson hafa prédikað um nauðsyn þess að fjölga ferðamönnum. Þannig bílakallar ættu nú að ganga yfir Fimmvörðuháls, skoða Esjuna, Vífilsfell, Súlur, fara víða um Hornstrandir. Þeir munu þar sjá að ágangur ferðamanna hefur stórskaðað landið og afleiðingin er víðtækt rof á gróðurþekjunni og sem síðan skemmist enn meira vegna ágangs vatns.

Niðurstaðan er því fjölbreytni í atvinnulífi. Við þurfum að nýta landið á skynsamlegan hátt, varast að skaða það á óafturkræfan hátt. Víti til varnaðar eru hryðjuverk Orkuveitu Reykjavíkur á Kolviðarhóli og nágrenni, Skarðsmýrarfjalli og Hellisheiði.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo innilega sammála þér.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:58

2 identicon

... leit aðeins á hina síðuna þína - hún er mjög góð.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband