Vika er skammur tími í borginni eilífu

dsc00024.jpgRóm er stórkostleg borg, fáum öđrum verđur jafnađ viđ hana nema kannski Aţenu. Ein snerting og tíminn flýgur til baka, ein snerting og ímyndunarafliđ virkjast, „tengsl" opnast viđ liđna sögu, áratugir, árhundruđ og árţúsund opinberast.

Nöfn og atburđir líđa hjá, andans stórmenni birtast í huganum, tilfinningar liđinna kynslóđa má lesa af gengnum götuhellum, máđum súlunum og húsveggjum.

Ein snerting, og ţarna er Ágústus keisari, Sesar, Kalíkúla, Neró, Pétur postuli, ein snerting og atburđirnir verđa aftur til, ţeir sem breyttu heiminum eđa bjuggu til framtíđ sem nú er fortíđin.

Ţannig er Róm, hún varpar ljósi á fortíđina, býr yfir minjum og minningum sem rekja má jafnvel allt ađ ţrjú ţúsund ár aftur í tímann ţegar dsc00023.jpgkonungurinn Rómúlus ákvađ landamerki yfirráđasvćđis síns.

Og enn er hún eins lifandi og forđum, nćr ţví af holdi og blóđi. Hún ber vitni um andans reisn og og snilli, miskunarleysi og flárćđi mannsins og allt ţar á milli. Hún eilíf og stórkostleg.
Öfgarnar fara hins vegar ekki framhjá neinum sem hefur augun opin. Ekki er allt merkileg list sem sjá má í Róm. Snillin, auđurinn og sjálfstraustiđ er ekki alltaf nóg til sköpunar og ţess vegna verđa til ofhlađin listaverk og í stađ ţess ađ ţau hafi tilćtluđ áhrif ganga ţau einfaldlega fram af manni í rembingi sínum

Ég dvaldi međ međ vinafólki um síđustu páska í eina viku í Róm sem vissulega er ekki langur tími í eilífđinni en fyrir ţann sem ţekkir ekki Róm nema af lestri sögubóka er hún mikilsháttar upplifun. Orđ megna ekki ađ lýsa tilfinningunni sem grípur ţann sem leggur leiđ sína um sjálfa Via Appía, hinni fornu leiđ inn og út úr borginni og hjartslátturinn eykst ţegar Kólosseum birtist og síđan óteljandi súlur, sigurbogar, fornir veggir og ţúsundir myndastytta og annarra listaverka. Borgin er afgangurinn af mannkynssögunni.

dsc00183.jpgPantheon ... nafniđ eitt vekur virđingu í hugum ţeirra sem til ţekkja, mögnuđ sjón. Húsiđ var byggt á tímum Ágústusar keisara. Upphaflega var ţađ hof en páfi breytt ţví í kirkju áriđ 608 sem líklega hefur bjargađ byggingunni frá eyđileggingu.

Ţríhyrnd forhliđin er borin upp af voldugum súlum og ţar fyrir innan er hringlaga salur undir hvolfţaki. Hćst á ţví miđju er kringlótt op og sér upp í himininn. Mikiđ altar horfir til dyra og beggja vegna önnur smćrri og standa víđa dýrlingar eđa málverk af guđlegum atburđum.

Og í dyrunum er hin forna tvískipta hurđ sem er víst upprunaleg ... sú hin sama og var sett í ţegar hofiđ var vígt fyrir nćrri tvö ţúsund og fimmtíu árum. Ein snerting og sannarlega fáum viđ tilfinningu fyrir árţúsundunum, lífi og dauđa ţekktra sem óţekktra einstakling, ţetta er brúin milli kynslóđa, tengingin milli árhundrađa, árţúsunda. 

Jćja ... Mađur getur nú varla veriđ meira upphafinn og tilfinningaríkari en eftir vikudvöl í Róm, genginn upp ađ hnjám, hafandi óbođinn sótt tvćr messur hjá Benedikti páfa, án ţess ţó ađ hafa fengiđ áheyrn. Ég bjóst nú eiginlega ekkert viđ ţví enda kallinn svo ofbođslega upptekinn í dymbilvikunni, páskunum.

dsc00143.jpgLíklega fylgir ţví mikill erill ađ vera páfi og eiga ţó ekki konu til ađ fullkomna líf sitt eđa hella upp á kaffi! Hins vegar var ţađ sem hundaheppni ađ fá ađ sjá hann í fullum herklćđum á hlađinu fyrir utan Péturskirkjuna, en bćđi torgiđ og kirkjan er kennd viđ Pétur postula. Hvađ má ţá segja um ţá einstćđu tilviljun ađ álpast inn í Péturskirkjuna á sjálfan föstudaginn langa og horfa ţví sem nćst í augun á gamla manninum sem tónađi, messađi og amenađi til allra átta. Erindi okkar voru ólík. Hann ađ taldi sig ganga á guđs vegum og ég góndi.

Ég var ţó fljótari međ mitt verkefni en messan tók Benna ţrjá tíma í flutningi og er hann ţó ađeins hálfrćttingur á viđ annan „trúbođa“ sem messađi hikstalaust í sex klukkustundir ţegar broddurinn var hćstur í lífi hans og á ég ţar viđ hann Castró gamla kommakall. Einu sinni átti ég ferđ um Kúbu og get ómögulega sagt ađ tilbeiđslan á Kastró hafi hugnast mér frekar en sú á páfanum.

dsc00146.jpgEkki hefđi ég haft ţolinmćli ađ sitja undir maraţoni Castrós. Undir augnaráđi Benna gat ég ekki frekar setiđ, eigandi ekkert annađ undir mér en mína lútersku barnatrú sem víst er mér löngu orđin innantóm. Hvarf ég ţá á braut en eftir sátu velmegandi kaţólskir kallar af öllum stćrđum og gerđum og tóku kvenlega undir er páfi söng á vatikönsku. Ekki dreg ég í efa ađ allt ţetta kaţólska húllumhć er vel meinandi og ber ađ virđa ţađ. Hins vegar varđ mér svo innanbrjóst ađ meir fannst mér til um ofhleđsluna og rembinginn í ţessari kirkju og minna um tilganginn enda féll hann milli stafs og hurđar. Í samanburđinum finnst mér gamlar íslenskar sveitakirkju bćđi fegurri og meiri fyrir tilgang sinn í einfaldleikanum ţrátt fyrir skort á gulli, prjáli og listaverkunum.  

Ţetta er nú kannski langur pistill sem fjallar lítiđ um ţađ sem hann átti ađ gera en ţađ er hátćknikvikmyndahús sem brátt verđur opnađ í Róm og mun sýna lífiđ í borginni til forna. Ţađ sem ég vildi sagt hafa međ öllum ţessum formála er ađ í borginni eilífu fćst fjöldi bóka sem sýna myndir af rústum og svo má fella ofan í ţćr teikningar sem sýna ađstćđur fyrir tvö ţúsund árum. Ţađ er skemmtileg ađferđafrćđi og tvćr efstu myndirnar í pistlinum eru úr einni slíkri bók. Og fer nú vel á ţví ađ setja hér amen eftir efninu.


mbl.is Róm til forna í ţrívídd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband