Stjórnvöld virðast fatta
7.11.2008 | 09:45
Þetta eru góðar fréttir. Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram einfaldar og skýrar hugmyndir. Greinilegt er að þeir hafa náð athygli fleiri aðila en þeirra í efnahags- og skattanefnd. Í útvarpinu í morgunu nefndi félagsmálaráðherra að hún sé mjög hlynt tillögum þeirra.
Tillögurnar eru þessar:
Tillögurnar eru þessar:
- Sett verði lög sem tímabundið verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa.
- Skuldurum verði í ríkisbönkunum gefinn kostur á greiðsluaðlögun svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána.
- Heimilin geti farið fram á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum.
- Ríkið bjóði fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Þeir Gylfi og Jón leggja til að ríkiðsvaldið prenti krónur til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán verði til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina.
- Heimilunum verði gefinn kostur að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði eða þegar fjárhagsstaðan hefur batnað.
Ræða alvarlega efnahagsstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.