Bull, vitleysa og póitískur hávaði í Skúla
29.10.2008 | 15:28
Þetta er nú meiri vitleysan hjá Skúla Thoroddsen. Eins og svo margir aðrir þá fellur hann í þá gryfju að reyna að persónugera þau áföll sem þjóðin hefur orðið fyrir.
Sú efnahagskreppa sem skekur nú heiminn er einfaldlega ekki íslenskum stjórnmálamönnum að kenna, hvorki stjórn né stjórnarandstöðu og síður en svo eigendum bankanna. Hins vegar má kenna stjórnmálamönnum um margt og enn meiri sök eiga eigendur bankanna. Kjósi Skúli að nefna til Sjálfstæðisflokkin þá er afar auðvelt að sýna sök hjá hinum flokkunum. Þannig verður efnahagsvandinn þó aldrei leystur
Skúli er kannski einn af þessum gamaldags vinstrimönnum sem telur að frelsið sé frekar til óþurftar en hitt. Slíkir hafa alltaf lagst gegn því sem horfir í frelsisátt. Ef þeir hefðu fengið að ráða væri mjólkin enn seld í mjólkurbúðum, stjórnmálamenn úthlutuðu fjármagni eftir eigin geðþótta, almenningur væri bundinn átthagafjötrum, vöruúrval í verslunum væri bundið við innlenda framleiðslu, hömlur væru lagðar á ferðalög til útlanda og svo framvegis. Yfirleitt hafa menn á borð við Skúla lagst gegn því sem til framfara hefur horft hér á landi. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli kasta auri í þá sem hann hefur alla tíð talið vera sína pólitíska andstæðinga.
Hins vegar getum við ósköp rólega gert upp málin. Kannað hvort einhver hafi gerst sekur um lögbrot. Það er allt annað mál. Við getum breytt ýmsu í næstu alþingiskosningum og raunar líka í prófkjörum fyrir þær. Það er það besta vopn sem við, almenningur eigum. Þannig vopn mun ég taka mér í hendur þegar sá tími kemur.
Upphlaup og pólitískur hávaði eins og Skúli Thoroddsen gerist nú sekur um mun engu skila. Þjóðin er ekki í gíslingu Sjálfstæðisflokksins. Hann gleymir því að þjóðin kýs og í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega þriðjung atkvæða. Hann ætti þó að hafa umboð hvað svo sem gerist næst þegar kosið er.
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta taut í hægri mönnum er óskaplega þreytt, talandi eins og vinstrimenn séu alfarið á móti frelsi og mjólk væri enn seld í mjólkurbúðum, frjálshyggjan er nú ekki svo frábær að þið hafið yfir höfuð efni á að setja ykkur á háan hest. Svo ætlar þú að reyna hvítþvo mennina sem hafa haldið á peningamálastenunni undanfarna tvo áratugi, það væri réttast að senda ykkur öllum 30-40% af þjóðinni sem hafið haldið þessum mönnum við völd reikninginn fyrir öllu bullinu.Þið hafið kosið þennan spillingarflokk eingöngu vegna þess að þið eruð í liði, mamma og pabbi kusu Sjálfstæðisflokkinn og þess vegna gerið þið það líka. Persónudýrkun á Davíð Oddsyni hefur haft þær afleiðingar að þjóðin er komin á hnén og gengur með betlistaf um heiminn til að fá aðstoð. Opnið augun og ef þið eruð til hægri í pólitík þá er það allt í lagi, en að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé saklaus er ömurlegt. Finnið ykkur aðra kosti en þennan afdankaða flokk sem stendur fyrir sérhagsmuni, klíkuskap, spillingu og óheiðarleika.
Valsól (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:30
Já, þetta er nú aldeilis málefnaleg athugasemd. Bestu þakkir fyrir hana, Valasól. Þú hefur hjálpað mér til að skilja vandann. En slæmt þetta með pappa þinn og mömmu ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.