Banki sem gerði meiri kröfur til annarra

Ýmsir eiga harma að hefna gagnvart Landsbankanum sem oft sýndi viðskiptavinum sínum litla linkinda í erfiðleikum þeirra. Bankinn lagði sig í líma við að muna allt, gleyma engu og snýtti aumum sparifjáreigendum hvenær sem hann gat. Landsbankinn var engin „félagsmálastofnun“ eins og stjórnendur þeirra sögðu oft.

Nú er hann kominn að fótum fram. Fáir gleðjast, flestir undrast hvernig komið er fyrir bankanum sem virðist ekki eiga fyrir skuldum. „Góðar líkur séu á að Landsbankinn í Bretlandi muni standa undir stærstum hluta innistæðnanna“, segir í yfirlýsingu forsætisráðherra.

Sé svo hefur bankinn hagað sér þveröfugt við það sem hann prédikaði yfir viðskiptavinum sínum. Það eitt kemur gríðarlega á óvart að Landsbankinn skuli hafa gert meiri kröfur til viðskiptavina sinna en sjálfs sín.

Verst er þó hversu illa Landsbankinn og raunar hinir bankarnir líka hafa leikið orðspor landsins í Bretlandi. Næst verst er sú staðreynd að Landsbankinn taldi okkur trú um að staða hans væri miklu betri en hún hefur reynst vera.


mbl.is Eignir standi undir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband