Hvað í fjandanum á þetta að þýða?

Almenningur er auðvitað fúll yfir hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heiminn en það er óhætt að segja að flestir séu ævareiðir yfir hrikalegri stöðu íslensku bankanna.

Einhvern veginn hefur maður staðið í þeirri trú að bankarnir hafi staðið mjög vel. Allar athugasemdir frá erlendum fjármálamönnum hafa í íslenskum fjölmiðlum verið afgreiddar sem öfund og rógur. Og ekki hafa fjölmiðlar dregið úr fréttaflutningi af hinum sigursælu og snjöllu íslensku bankamönnum.

Nú stendur hins vegar forsætisráðherra Stóra-Bretlands upp og segir að Bretar sem eigi sparifé sitt á reikningum Landsbankans eigi að fá það með skilum jafnvel þó íslensk stjórnvöld þurfi að blæða.

Hinir glæstu íslensku útrásavíkingar virðast ekki hafa staðið undir gylliboðum sínum. Fólk er einfaldlega ofsareitt, svekkt vegna ofurlauna, vonsvikið vegna svika og grautfúlt vegna þess að orstír lands og þjóðar hefur beðið gríðarlega hnekki og spyr hvað í fjandanum þetta allt saman eigi að þýða.

Undrar þá einhvern að þeirri skoðun vaxi nú fylgi að ríkisrekstur banka tryggi einfaldlega velferð almennings.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband