Pópúlistinn Þórunn Sveinbjarnardóttir upphefur sjálfa sig
24.1.2024 | 10:44
Margir stjórnmálamenn eru svo illa málefnalega haldnir að þeir kunna ekkert ráð annað en að gera lítið úr skoðunum andstæðinga sinna og jafnvel niðurlægja þá. Aðferðin gengur þvert á málefnalega rökræðu.
Kjarni aðferðarinnar er að vitna aldrei beint til orða andstæðingsins heldur segja frá þeim með eigin orðum (í óbeinni ræðu).
Síðan er lagt út af hinum meintu orðum með af miklum þunga, gagnrýni og jafnvel hæðni. Markmiðið er augljóst og síst af öllu göfugt.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður, virðist vera geðug kona, þykist buguð undan vonsku heimsins og fellir tár þegar hún fréttir af nothæfum harmi til til að slá um sig með.
Í Morgunblaðinu 23.1.23 fær hún birta stutta grein eftir sig í henni segir stendur meðal annars:
Fyrir helgi skrifaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sig út úr ábyrgri og lýðræðislegri umræðu um málefni útlendinga hér á landi með ósmekklegri samsuðu útlendingaandúðar og hræðsluáróðurs.
Lesendur rekur í rogastans, ekki síst þeir sem þokkalega fylgjast með stjórnmálaumræðunni. Aðrir kunna að samsinna henni af því hún er svo geðþekk. Mjúkmált og elskulegt fólk segir aldrei neitt ljótt um aðra.
Engu að síður er ástæða til að greina stuttlega það sem hún segir um Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins í áðurnefndri grein:
- Skrif Bjarna eru ekki ábyrg.
- Skrifin eru þvert á lýðræðislega umræðu um málefni útlendinga.
- Skrif Bjarna markast af útlendingaandúð.
- Bjarni stendur fyrir hræðsluáróður
Allt þetta er rangt enda getur Þórunn ekki beint á neitt í skrifum Bjarna sem réttlætir ummælin. Þórunn er einfaldlega popúlisti, notar fasískar aðferðir til að gera lítið úr andstæðingi sínum og upphefja sjálfan sig í leiðinni sem væntanlega er tilgangurinn.
Hér er það helsta sem Bjarni sagði í færslu sinni á Facebook.19.1.23:
- Hann er ósáttur við að tjaldbúðir á Austurvelli.
- Erlendir þjóðfánar eiga ekki að vera fyrir framan Alþingi.
- Ekkert land hefur tekið við fleiri Palestínumönnum.
- Núverandi fyrirkomulag um hælisleitendamál ætti að vera svipað og hjá nágrannaþjónunum.
Bjarni leggur fram rök sem sumir kunna vissulega að vera á móti. Ekkert í orðum hans stendur undir skítkasti Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Þórunn lýgur upp á Bjarna og skammast sín ekki.
Áður en einhver lesandi fari nú að agnúast út í það sem ég segi vil ég taka það fram að persónulega er mér alveg sama um tjöld og erlenda þjóðfána á Austurvelli. Þar að auki er ég hlynntur frjálsu palestínsku ríki rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar vilja.
Hins vegar finnst mér þeir sem búa í tjöldunum á Austurvelli vegi ódrengilega að þjóðinni sem hýsir þá með því að setja skilti á stórt tjald með orðinu barnamorðaráðherra. Sjá meðfylgjandi mynd. Að öllum líkindum er átt við íslenskan ráðherra. Við nánari umhugsun kunna Palestínumenn á Íslandi að vera í slæmum félagsskap hérlendra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.