Myndir af gosstaðnum í Rauðhólsdal

Í þann mund sem ég var að ganga frá pistli um hugsanlega gosstað sem ég taldi að yrði norðaustan við Meradal kom tilkynning um að gos væri hafið. Mér til undrunar og vonbrigða reyndist það vera í afdal inn af Meradal, afskaplega snotur og og skemmtilegur staður. Hann er örskammt frá þeim stað sem ég hélt að myndi verða vettvangur gossins. Ég kallaði hann með sjálfum mér „Rauðhólsdal“ en líklega mun hann fara á kaf innan skamms og örlög dalsins verða svipuð og Geldingadala og Meradals, hverfur undir svart hraunið.

IMGL0238_IMGL0241 Aur

Hér er samsett mynd af gosstaðnum. Stór og marglitur hóll innst í dalnum. Gossprungan liggur frá miðjum dalnum og upp í hlíðina hægra megin.

IMGL0699_IMGL0702 AurHér er horft til suðvesturs. Stór-Hrútur gnæfir yfir og svart hraunið úr gígnum hefur runnið inn í dalinn. Stór gígurinn sést ekki, er í hvarfi við fellið hægra megin. Gossprungan liggur því sem næst frá miðjum dalnum og upp vinstra megin við gilið og grjóturðina.

IMGL0975 Aur

Loks er hér mynd sem ég tók 2. nóvember 2021 og var þá hraunið komið mjög innarlega í dalinn. Eins og sjá má á vefmyndavélum liggur sprungan undir eldra hrauninu og upp í hlíðina hægra megin eins og áður sagði.

Inn í þennan lita og snotra dal kom ég þrisvar sinnum á árinu 2021. Staðurinn getur alls ekki talist „túristavænn“. Hann er langt frá Suðurstrandavegi, löng ganga frá honum. Tvisvar fór ég á þangað á rafhjóli og var það drjúg og þreytandi ferð. Jeppavegur liggur nálægt gosstaðnum en meintir eigendur Fagradalsfjalls og nágrennis hafa lokað honum fyrir bílum. Líklega er það bara ágætt.

Hér kort af gosstaðnum og nágrenni. Það skýrir sig ágætlega og sýnir að gosið kom nákvæmlega upp þar sem jarðvísindamenn ætluðu að kvikugangurinn væri.

En hvers vegna skyldi gosið hafa komið upp á Gosstaðurinn 2022þessum stað en ekki norðar? Held að það sé vegna þess að kvika leitar upp á lægri stað í landinu. Held það sé ágæt kenning.

Viðbót

Nú eru komnar skýrari myndir af gosstöðvunum. Gosið er tvímælalaust kraftmeira en var í stútnum í Geldingadalnum vestari þann 19. mars í fyrra.

Merkilegast finnst mér hversu margir gígar hafa myndast fljótt á sprungunni. Hún er ekki lengur samfelld heldur slitrótt. Gossprungur í hlíðum eru greinilegar í Móhálsadal.

Alveg er það stórmerkilegt hvernig lögregla og björgunarsveitir tala niður til almennings. Búið er að loka 12 km jeppatroðingi að gosstöðvunum og fólk fær ekki lengur að ganga að þeim. Sagt er að það sé vegna þess að gas streymi upp við gosstöðvarnar og það sé hættulegt. Þetta er líklega rétt svo langt sem það nær. Samkvæmt streymi Ríkisútvarpsins úr þyrlu Landhelgisgæslunnar er hávaðarok þarna. Á Bliku er sagt að það séu 10 m/s og því pottþétt að öll mengun feykist út í veður og vind.

Auðvitað stendur fólk ekki ekki í reykjarkófi. Halda björgunarsveitir og löggan að almenningur sé dómgreindarlausir asnar? Ég bara spyr. Sjá frétt mbl.is

Staðhættir eru þannig að hægt er að standa langt fyrir ofan gossprunguna, horfa niður til hennar úr öruggri fjárlægð rétt eins og í hringleikahúsi. Hvaða hætta leynist að öðru leyti.

Veðurstofan
Mér finnst þessi mynd úr þyrlu Landhelgisgæstunnar sem birtist á vef Veðurstofunnar alveg frábær og sýnir aðstæður mjög vel. Og hvert fer mökkurinn? Jú, til suðurs, undan norðanáttinni.

RÚV streymi 2022-08-03 at 15.50.14Einnig er síðasta myndin góð. Greip hana af streymi Ríkisúpvarpsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband