Mćli međ ţessum í prófkjörinu í Reykjavík

Hverja á ađ kjósa í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosningunum?

Margir velta ţessu fyrir sér og sumir hafa spurt mig ráđa. Ég fć ekki ađ kjósa lengur í Reykjavík, flúđi ţađan og í Kópavogi og ţar hef ég lagt mitt lóđ á vogarskálarnar í prófkjörinu sem var um síđustu helgi.

Vćri ég búsettur í Reykjavík fengju ţessi mitt atkvćđi:

  1. Hildur Björnsdóttir
  2. Marta Guđjónsdóttir
  3. Kjartan Magnússon
  4. Örn Ţórđarson
  5. Ólafur Guđmundsson
  6. Birna Hafstein
  7. Valgerđur Sigurđardóttir
  8. Helgi Áss Grétarsson
  9. Ragnheiđur J. Sverrisdóttir

Fyrstu fimm frambjóđendurna ţekki ég persónulega. Hildur Björnsdóttir eru tvímćlalaust efni í traustan leiđtoga og mun án efa draga fjölda atkvćđa ađ, hörkudugleg og vel máli farin.

Marta, Kjartan, Örn og Ólafur búa yfir gríđarlegri ţekkingu í borgarmálum og hafa aldrei látiđ meirihlutann í borgarstjórn eiga neitt inni hjá sér. Ţetta fólk verđur bakbeiniđ í borgarstjórnarlista flokksins.

Ţekking Ólafs Guđmundssonar í samgöngumálum er mikil og hefur hann gagnrýnt meirihlutann harđlega fyrir bulliđ međ borgarlínuna og öryggismál í umferđinni.

Ađrir koma nýir inn í borgarmálin. Birna Hafstein hefur getiđ sér góđs orđs í menningarmálum og er ţekkt fyrir fagmennsku og lipurđ. 

Valgerđur Sigurđardóttir er borgarfulltrúi og leggur međal annars áherslu á húsnćđismál sem meirihlutinn í borginni hefur klúđrađ eftirminnilega.

Helgi Áss Grétarsson er harđur gagnrýnandi borgarlínunnar og telur ađ hún sé alltof dýrt mannvirki.

Ragnheiđur J. Sverrisdóttir hefur unniđ ađ velferđarmálum og međ heimilislausum međ miklar og flóknar ţjónustuţarfir.

Í prófkjörinu tekur núna ţátt einvalaliđ traustra Sjálfstćđismanna. Ţví miđur má ađeins kjósa níu frambjóđendur, ekki fleiri og ekki fćrri og ekki skrifa neitt annađ en númer viđ nöfnin, annars er atkvćđiđ ógilt.

Kosiđ er á föstudaginn frá 11 til 18 og á laugardaginn frá 9 til 18. Kjörstađir eru ţessir:

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1
  • Árbćr, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Hraunbć 102
  • Grafarvogur, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Hverafold 1-3
  • Breiđholt, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Álfabakka 14a (Mjódd)
  • Vesturbćr, Fiskislóđ 10

Ég hvet fólk til ađ kjósa. Nú er tími til ađ búa til öflugan lista Sjálfstćđisflokksins og losna viđ vinstri meirihlutann. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Mikiđ vćri ţađ óskandi nafni ađ

Reykvíkingar sćju ljósiđ.

Dags-birtan hefur breytt öllu í

nótt og volćđi.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 17.3.2022 kl. 19:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband