Ţjóđin löđrungar öfgavinstriđ en vill sömu ríkisstjórn

Ţjóđin hafnađi Sósíalistum. Ţeir fengu ađeins 8.174 atkvćđi. Meira ađ segja launţegarnir í Einingu höfnuđu ţeim. Ađeins öfgafyllsta liđiđ úr Vinstri grćnum og Pírötum kusu ţá en ţađ dugđi ekki til. Árangurinn var snautlegur, enn eitt gjaldţrotiđ hjá formanninum sem í ţetta sinn klćddist gallajakka eins og hann heldur ađ verkalýđsleiđtogar geri.

Ţjóđin hafnađi Miđflokknum, klausturflokknum. Honum var hegnt fyrir ósćmilega framkomu sína. Náđi međ herkjum inn tveimur kjördćmakjörnum ţingmönnum og einum uppbótar en verđur minnsti ţingflokkurinn. Gjörsamlega óviđunandi árangur fyrir flokk sem ţóttist geta greitt almenningi hundruđ ţúsunda króna af almannafé ef ríkissjóđur vćri rekinn međ halla. Kjósendur féllu ekki fyrir ţessu bragđi.

Viđreisn verđur nćstminnsti flokkurinn á Alţingi međ ađeins fimm ţingmenn, bćtti ţó viđ sig einum. Einn ţeirra var eldsnöggur ađ finna blóraböggulinn og kvartar nú sáran undan ţví ađ Seđlabankastjóri hafi fullyrt ađ útilokađ vćri ađ tengja íslenska krónu viđ Evru. Varaformađur flokksins, sem enginn veit hvađ heitir, náđi eđlilega ekki kjöri. Ekki heldur Jón Steindór Valdimarsson, ţingmađur sem hafđi ţó veriđ ansi áberandi á síđasta ţingi.

Ţjóđin hafnađi Evrópusambandshugmyndum Viđreisnar og Evrutengingunum. Flokkurinn fékk fćrri atkvćđi en bćđi Píratar og Flokkur fólksins. Inga Sćland hefur greinilega mun meiri kjörţokka en Ţorgerđur K. Gunnarsdóttir, formađur Viđreisnar.

Flokkur fólksins er sagđur „senuţjófur“ kosninganna. Flokkurinn hafđi rekiđ tvo ţingmenn úr flokknum á síđasta kjörtímabili. Ţeir fóru í klausturflokkinn en eru nú báđir horfnir úr stjórnmálum. Eftir voru ađeins tveir ţingmenn. Í kosningunum gaf ţjóđin flokknum fjóra til viđbótar og munu nú verđa sex á nćsta ţingi. Geri ađrir betur. Inga Sćland formađur flokksins hefur ţađ orđ á sér ađ vera einlćg og trú skođunum sínum og flokksins. Á nćstu misserum mun koma í ljós hvort nýir ţingmenn flokksins séu slíkir bógar geta ađstođađ viđ ađ koma fram breytingum á kerfinu međal annars öldruđum til hagsbóta.

Píratar sigla lygnan sjó. Miđađ viđ hamaganginn og lćtin í ţeim á síđasta ţingi og í kosningabaráttunni gerist ekki neitt. Flokkurinn er vinstri flokkur, nćr sósíalistum en öđrum, ef marka má rannsóknir á viđhorfum ţeirra sem hann studdu í skođanakönnunum. „Nýja stjórnarskráin“ var eitt af kosningamálum Pírata. Ţjóđin var ekki sammála og telur hana ekki á dagskrá. Hún hafđi ekki einu sinni áhuga á heitstrengingu flokksins ađ vinna ekki međ Sjálfstćđisflokknum. Enda mun enginn vinna međ villingunum í Pírötum.

Samfylkingin fór ansi flatt í kosningunum, er taparinn. Flokkurinn hreykti sér hátt, trúđi á ađ úrslit kosninganna yrđu svipađar og í skođanakönnunum. Formađurinn sór ađ hann myndi aldrei mynda stjórn međ Sjálfstćđisflokknum og var hreykinn eins og barn sem segist loksins ćtli ađ hćtta ađ nota bleyju. Flokkurinn grćddi ekkert á yfirlýsingunni en gerđi bleyjulaust upp á bak. Hann mun einfaldlega ekki taka ţátt í ríkisstjórn, hvorki međ Sjálfstćđisflokknum né öđrum. Ţjóđin gaf honum utanundir og skikkađi hann áfram í stjórnarandstöđu. Löđrungurinn svíđur. Ólíklegt er ađ Logi Einarsson haldi áfram sem formađur.

Einn af ţeim sem kom Samfylkingunni til hjálpar var Indriđi H. Ţorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ađstođarmađur Steingríms J. Sigfússonar í ríkisstjórninni alrćmdu 2009 til 2013. Flótti hans úr VG vakti enga athygli, dugđi Samfylkingunni ekki neitt.

Stađa Vinstri grćnna er athyglisverđ. Flokkurinn tapađi greinilega miklu fylgi. Öfgavinstriđ hljóp frá borđi og til Sósíalista. Ţví er nú vitađ ađ 8.174 Íslendingar eru sósíalistar. Ţeir koma úr VG, Samfylkingunni og Pírötum. Hefđi flokkur Sósíalista ekki bođiđ fram hefđu ţessir flokkar stađiđ skár og VG líklega betur en ađrir.

Sjálfstćđisflokkurinn getur vel viđ unađ. Hann fćr jafn marga ţingmenn og áriđ 2017 ţó svo ađ fylgi hans minnkađi um 0,8% á öllu landinu. Brynjar Níelsson náđi ekki kjöri og er missir af honum. Hins vegar bćtist viđ öflugt fólk í öllum kjördćmum.

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Ţađ er óumdeilt. Formađurinn mun eflaust gera kröfu til embćttis forsćtisráđherra en ţađ verđur erfitt verkefni. Formađur Sjálfstćđisflokksins mun einnig gera kröfu til ţess. Formađur Vinstri grćnna hefur ţó tögl og hagldir í sínum höndum.

Ríkisstjórnin hélt vell og vel ţađ. Ţrátt fyrir tap Vinstri grćnna jók hún ţingmeirihluta sinn. Ríkisstjórnin mun halda áfram sé vilji til ţess hjá Vinstri grćnum. Annađ stjórnarmynstur er ekki í sjónmáli.

Katrín Jakobsdóttir getur krafist ţess ađ verđa áfram forsćtisráđherra og án VG yrđi stjórnarkreppa í landinu. Vinstri flokkarnir hafa ekki nćgan ţingstyrk til ađ mynda ríkisstjórn nema međ Viđreisn og Miđflokknum. Viđreisn mun ábyggilega selja sál sína til ađ komast í ríkisstjórn en Píratar hafa lýst ţví yfir ađ ţeir muni ekki starfa međ Miđflokknum.

Ţá er ađeins einn kostur eftir og ţađ er samstarf Sjálfstćđisflokksins, Framsóknarflokksins og annađ hvort Flokks fólksins eđa Viđreisnar. Ţeir hafa samanlagt meirihluta 35 eđa 34 ţingmenn. Fyrrnefndu flokkunum mun ábyggilega ţykja ţađ ansi tćpur meirihluti miđađ viđ ađ starfa međ VG. Ţar fyrir utan hafa ţeir ekkert álit á Viđreisn.

Niđurstađan er ţví sú ađ Sjálfstćđisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu vilja starfa áfram međ Vinstri grćnum sem fengi forsćtisráđherrann. Hins vegar mega fyrrnefndu flokkarnir vara sig á ţví ađ gefa VG ekki góđ ráđuneyti annars er hćtt viđ ţví ađ flokkurinn gangi hálfvolgur í ríkisstjórnina. Slíkt er stórhćttulegt í stjórnmálum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ţeir ćttu ađ nota tćkifćriđ og losa sig viđ VG.

Ég skynja meiri stemmingu fyrir Flokki Fólksins.  Hún mun vaxa, fremur en annađ grunar mig.

Annars hefur ţetta komiđ betur út en okkur var hótađ af skođanakönnunum.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2021 kl. 15:34

2 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Sammala Asgrimi. Ut med VG og inn med Flokk Folksins.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 26.9.2021 kl. 21:13

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er hissa á ađ persónutöfrar Gunnars Smára og Ţorgerđar Katrínar hafi ekki fćrt flokkum ţeirra sigur í ţessum kosningum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2021 kl. 08:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband