Fát grípur lögguna sem lokar gossvćđinu međ hún hugsar
15.9.2021 | 13:35
Mikiđ fát greip lögregluna á Suđurnesjum rétt fyrir hádegi miđvikudaginn 15. september. Ţá tók ađ flćđa suđur úr hrauntjörn í Geldingadal skammt frá stóra gígnum. Flestir sem fylgjast ađ stađaldri međ ţróun gossins gerđu ráđ fyrir ţví ađ ţađ myndi gerast enda er ţađ eđli hrauns ađ fylgja ţyngdarlögmálinu, renna niđur í móti.
Lögreglan hafđi ekkert spáđ í ţađ hvađ yrđi um hrauniđ. Hélt líklega ađ hraun í Geldingadal rynni alls ekki heldur héldi til ţarna efra, kólnađi og yrđi til friđs.
Ţegar hrauntjörnin brast datt löggunni ekkert í hug annađ en ađ fyrirskipa allsherjarlokun, ekki ađeins á svćđinu í ţar sem hrauniđ rann heldur á öllu gossvćđinu. Loka Nátthagadal, Geldingadal eystri, Meradal, Langahrygg og Stóra-Hrúti. Öllu skyldi lokađ međan löggan vćri ađ hugsa. Gott ef ekki var bannađ ađ ganga á Esju.
Fjalliđ var smalađ, allir reknir í burtu. Og löggan hugsar og hugsar.
Auđvitađ er grín ađ ţessu gerandi. Geir og Grani úr Spaugstofunni eru komnir til starfa hjá Lögreglunni á Suđurnesjum og orđnir yfirmenn, skipa fyrir.
En grínlaust. Lögreglan á Suđurnesjum virđist ekki fylgjast međ. Hún ţekkir ekki landiđ, hefur enga reynslu í gönguferđum og kann varla ađ lesa landakort. Af og til ţarf hún ađ hugsa. Ţađ er svo sem gott.
Fát grípur lögguna ţegar eitthvađ gerist sem henni finnst óvćnt. Engin yfirvegun, fólk er bara rekiđ í burtu. Jafnvel fólk sem er betur búiđ og međ enn meiri reynslu en björgunarsveitarmenn, landverđir ... og jafnvel löggan. Jafnvel skynsamt fólk.
Björgunarsveitarforingi lćtur hafa ţetta eftir sér á Vísi:
Ég skil fólk alveg, ţetta er eins og flugur á skít. Ţađ sogast ađ ţessu en er ekki ađ átta sig á menguninni ţegar ţetta er svona heitt. Ţađ er gríđarlegur hiti í ţessu. Mínir menn eru búnir ađ bakka út úr hita, segir Bogi Adolfsson.
Göngufólki er líkt viđ flugur á skít. Hvađ er eiginlega ađ manninum? Hann virđist halda ađ ađeins mínir menn forđist hitann af glóandi hrauni en ekki sauđsvartur almúginn.
Yfirlögregluţjónn segir í viđtali viđ Ríkisútvarpiđ:
Gunnar segir um lokunina ađ um tímabundna ráđstöfun sé ađ rćđa, ţar til hlutirnir skýrast nánar.
Forkólfurinn ţarf ađ hugsa máliđ ţó ţađ liggi nokkurn veginn ljóst fyrir.
Hraunflćđiđ er bundiđ viđ fjalliđ vestan viđ Nátthagadal, ţar sem áđur var vinsćl gönguleiđ. Međ ákveđnum rökum má segja ađ ţar gćti myndast hćtta taki ađ flćđa yfir varnargarđa. Langt er í ţađ. Engin hćtta er hinum megin dalsins, á Langahrygg eđa Stóra-Hrúti, ekki heldur austur í Meradal. Samt er öllu lokađ. Harđlokađ eins og dómgreind löggunnar.
Um tveimur tímum eftir ađ löggan lét loka svćđinu virđist hraunrennsliđ hafa dvínađ og glóandi hrauniđ er orđiđ svart. Breytingin sést greinilega á beinu streymi Ríkisútvarpsins og á sjálfvirkri myndavél Veđurstofunnar.
Ţeim sem standa svona illa ađ verki eigum viđ ađ treysta fyrir öryggi okkar á öđrum sviđum. Lái mér hver sem vill en ég treysti ekki handabaksvinnubrögđum ţessa fólks.
Ţeir sem streitast á móti löggunni, landvörđum og björgunarsveitum eru kćrđir fyrir brot gegn valdstjórninni. Hversu heimskulega sem valdstjórnin hagar sér hótar hún ađ kćra ţá sem á móti henni standa. Ţannig er til dćmis gert í Hvíta-Rússlandi um ţessar mundir.
Myndin er af hrauntjörn vestan viđ gíginn. Hún er tekin úr glćsilegri hreyfimynd, sjá hér. Veit ekki hver tók hana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.