Firn ađ sjá og heyra í Geldingadal

IMGL4156 1 AurNáttúra landsins er blind og miskunnarlaus. Hún getur veriđ fögur og heillandi en vissara er ađ halda vöku sinni, vera vel klćddur og fylgjast međ umhverfinu. Viđ félaganir lentum í suđvestan útsynningi, hríđ, snjókomu og frosti ţegar viđ gengum upp ađ gosstöđvunum í Geldingadal. En á milli hryđja var ekki hćgt ađ kvarta yfir veđrinu. Sá sem er vel klćddur og veit hvert hann er ađ fara, ţekkir áttirnar, kemst ţó hćgt fari. 

Af međfćddri óhlýđni gat ég ómögulega fariđ stikađa gönguleiđ ađ gosstöđvunum. Sé enga ánćgju í ađ hanga í óslitinni fimm km halarófu, trođa drullu og renna til í flughálli brekku.

IMGL4195 AurorMeđ erfiđismunum gat ég taliđ ferđafélaga mína á ađ fylgja mér. Ţeir sáu ekki eftir ţví ţó hlýđnin viđ valdstjórnina vćri í fyrstu ađ drepa ţá. Nú mćla ţeir óspart međ ţessari leiđ og gefa lítiđ fyrir yfirvöld.

Eftir ađ hafa skođađ ađstćđur valdi ég dalinn ţar sem Nátthagi er, Nátthagadalur er réttnefni. Rennislétt er inn eftir dalnum og innst ţrengist hann í aflíđandi brekku eđa gilnefnu. Ţá er komiđ í Geldingadal eystri og ţađan er örskammt ađ gígnum og hvergi hćgt ađ komast nćr honum. Viđ gengum rólega og voru um einn og hálfan tíma á leiđinni.

IMGL4184 1 AuroGígurinn, sem óđum er ađ breytast í tvo gíga, er vart fagur, ekki frekar en byssuhlaup. Og ţó. Ađ sunnanverđu má segja ađ hann sé formfagur, eldborg í mótun sem hugsanlega verđur síđar eins og ađrar sem fyrirfinnast á Reykjanesskaganum. Nema ţví ađeins ađ ţarna verđi međ tímanum til dyngja sem kaffćri öll dalverpi; Fagradalsfjall og Grindavík ađ auki.

Eldborgin og hrauniđ setur svip á landslagiđ og ţađ gerđu björgunarsveitarmenn líka. Vćntanlega ţykir almenningi gott ađ geta treyst á ađstođ ef óhapp hendir. Viđ mćttum nokkrum harđsnúnum sem báru óheppinn göngumann í börum. Einn á undan, einn á eftir og fjórir báru. Austan viđ gíginn beiđ björgunarsveitarbíll á fjörutíu og fjögra tommu dekkjum, kemst allt nema yfir glóandi hraun.

IMGL4299 AurEldfjalliđ er ekki alveg hljóđlaust en lítiđ er um drunur. Af og til ţeytast kvikuslettur í öllum stćrđum í loft upp og sumar lenda aftur ofan í gígnum en ađrar í hlíđar hans. Ţá heyrist undarlegt hljóđ, rétt eins og gler brotni. Kvikan kólnar í loftinu og mynda ţunna glerkennda skán sem brotnar međ ţessum hljóđum.

Um kvöldiđ ţegar dimmt var orđiđ sáust drónar međ rauđum og hvítum ljósum ţeysa yfir hrauni og gígum. Ţeir gáfu frá sér sérkennilegt ýlfur. Í fyrstu var eins og ţađ kćmi frá fólki, manni datt fyrst í hug sálum fordćmdra í helvíti.

Langt niđri í svelgnum drundi fljótiđ dökkva
á djúpsins grunni, orgi trylltra hranna.
Ég skyggndist niđur, inn í móđu og mökkva.

En angist slegin, ógnir ţćr ađ kanna,
ég undan leit, — hver firn ađ sjá og heyra:
Helvítiseldur, grátur, gnístran tanna ... 

IMGL4345 1 AuroSegir Flóensskáldiđ Dante Alighieri (1265-1325) um hiđ dýpsta víti (í ţýđingu Guđmundar Böđvarssonar). Verkiđ heitir Hinn guđdómlegi gleđileikur og lýsir ferđ hans um  víti (inferno), hreinsunareldinn (purgatorio) og loks Paradís (Paradiso).

Fólk var kátt, leiddi vart hugann ađ víti eđa hreinsunareldi. Hér ríkti ţjóđhátíđarstemning. Mikil gleđi eftir gönguna og allir í adrennalínrúsi. IMGL4435 1 AurMikiđ hlegiđ og talađ hátt, skeggrćtt, handapat og bendingar. Sumir sungu, ađrir kveiktu á skotblysum og allir lýstu upp umhverfiđ međ höfuđljósum og myndavélum. Viđ hrifumst međ. Sáum konurnar sem sátu í mosanum, drukku kampavín og átu flatkökur međ hangikjöti en kveiktu sér í sígrettu á eftir ...

Og ljósadýrđin stafađi ekki ađeins frá eldgígunum og hrauninu heldur líka frá höfuđljósunum. Strollan gat veriđ bílaumferđ á Miklubraut.

Og auđvitađ gerđist ţađ sem síst skyldi ađ ég tapađi sjónar af ferđafélögum mínum í myrkrinu sem ţýđir ađ ţeir týndust. Aftur á móti halda ţeir ţví fram ađ ég hafi týnst en ţađ er bölvuđ vitleysa.

IMGL4498 AuroDrjúga stund beiđ ég eftir ţeim ţarna sunnan viđ gíginn. Ţar hugsađi ég, sem raunar gerist ekki oft, og fann ţađ út ađ besta sjónarhorniđ á gígana vćri ţví sem nćst undir mekkinum sem lagđi í norđaustur. Og ég arkađi upp á hćđirnar en viđurkenni ađ ég var doldiđ áhyggjufullur út af eiturgufunum og hélt ađ ég gćti hreinlega smitast ţar af kóvit-19 eđa drepist úr einhverju álíka. 

Uppi var hvorki meira né minna en björgunarsveitarbíll og nokkrir sveitarpiltar. Ţóttist ég nú öruggur um ađ ekkert yrđi mér ađ skađa og tók myndir.

IMGL4536Stuttu síđar heyrđi ég skerandi hljóđ frá piltunum rétt eins og glóandi kvika hefđi falliđ á ţá. Annar ţeirra blótađi og sagđi ađ nú vćri gasmćlirinn kominn í gang og vissara ađ setja á sig gasgrímurnar. Mér brá auđvitađ enda grímulaus. Ţótti skynsamlegast ađ hverfa undan mekkinum og hćtta kvöldröltinu, halda ađ bílnum. Eflaust myndi ég hitta félaga mína ţar sem reyndist rétt.

Ég gekk í myrkrinu um Geldingadal eystri og niđur í Nátthagadal og hugsađi međ mér hversu heppinn ég vćri ađ hafa valiđ ţessa leiđ. Ađ vísu var einn galli á henni. Hann var sá ađ ţarna undir hafđi berggangurinn mćlst og ef til vill gćti kvika komiđ upp í dalnum eđa Borgarfjalli vestan viđ hann. En ferđin gekk áfallalaust og ég get hiklaust mćlt međ Nátthagadalsleiđinni. Ţeir sem vilja forsjá valdstjórnarinnar, sem fátt veit, geta arkađ stikuđu leiđina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband