Löggan, Vegagerđin, almannavarnir og fjölmiđlar bregđast almenningi

GönguleiđÁbyrgđ lögreglu og almannavarna var mikil ţegar hún ákvađ ađ loka Suđurstrandarvegi. Fyrir vikiđ ţarf göngufólk sem vill skođa eldgosiđ í Geldingadal ađ ganga um tíu km ađ gosstöđvunum í stađ rétt rúmlega fjögurra. Mörgum kann ađ ţykja ţađ nóg ađ ganga tólf km lengra en ţarf.

Lögreglan, almannavarnir, Vegagerđin og líklega björgunarsveitarmenn í Grindavík eru algjörlega međvitundarlausir um gönguleiđir ađ gosstöđvunum. Vegagerđin tók ţá heimskulegu ákvörđun ađ loka Suđurstrandarvegi vegna ţess vegkantur hafđi sigiđ skammt frá Grindavík. Engin skýring var gefin á ţví ađ loka ţyrfti veginum frá Krýsuvíkurafleggjaranum og til Grindavíkur, um tuttugu km leiđ. Vér einir vitum, virtist Vegagerđin segja.

Upplýsingafulltrúi Vegagerđarinnar sagđi í viđtali viđ vef Ríkisútvarpsins:

Ţetta er náttúrulega fariđ ađeins ađ síga og viđ vitum ekki nákvćmlega hvađ er ađ gerast ţarna ţví ţađ eru sprungur á svćđinu út um allt.

Sprungur út um allt. Var ţetta ekki dálítiđ orđum aukiđ? En enginn mćlti ţessu í mót, ekki lögreglan, almannavarnir eđa björgunarsveitin í Grindavík. Ţó vissu allir ađ ţúsundir manna vildu skođa eldgosiđ.

Nei, enginn hugsađi um almenning. Kerfiđ er stillt á ţađ sem hin opinbera stofnun Vegagerđin vill, ákvörđun hennar var óumdeilanleg, ekki áfrýjanleg. Vér einir vitum. Og kallarnir í löggunni, almannavörnum og björgunarsveitinni veita ţegjandi samţykki sitt. Enginn virđist hugsa sjálfstćtt. Hver apar upp eftir öđrum.

Sá eini sem hafđi sjálfstćđa skođun var jarđeđlisfrćđingurinn Magnús Tumi Guđmundsson, fjallamađur međ meiru. Hann sagđi í viđtali viđ Vísi:

Ţađ verđur ađ fara varlega ţarna og nálgast ţetta af virđingu. Ađ sama skapi er ţetta fallegt og ég skil vel, og fólk á ađ hafa möguleika á ađ komast ţarna. Ég held ţađ eigi frekar ađ auđvelda fólki ađ fara ţarna frekar en ađ ţađ sé ađ sprengja sig á löngum göngutúrum.

Ţetta er kjarni málsins. Ađ vísu kom ţetta tveimur dögum of seint fram enda allt komiđ í óefni. En samt var eins og löggan vaknađi af djúpsvefni sínum. Yfirlögregluţjónninn á Suđurnesjum sagđi í viđtali viđ mbl.is:

Međ ţví ađ hafa bíla­stćđiđ aust­ar viđ Festar­fjall, aust­an viđ háls­inn, stytt­ir ţađ til dćm­is göngu­leiđina og viđ erum međ jafn­vel í und­ir­bún­ingi ađ stika leiđina ţegar ţar ađ kem­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

Ţúsundir manna hafa skođađ eldstöđvarnar, flestir í leiđindaveđri. Allt í einu fćr löggan móral og nefnir ţađ ráđ sem hefđi átt ađ grípa til snemma á laugardeginum. Auđvitađ átti ekki ađ loka Suđurstrandarvegi öllum. Ţađ var heimskuleg ákvörđun og illa ígrunduđ og svo fór Vegagerđin í helgarfrí.

Ţessi ákvörđun sannar ađ löggan, Vegagerđin og almannavarnir eru ekki fyrir fólkiđ í landinu heldur stofnanir sem hafa ţađ markmiđ ađ viđhalda sjálfum sér frekar en ađ stuđla ađ velferđ almennings.

Besta gönguleiđin, sú greiđasta og ţćgilegasta er viđ vesturenda fjallsins Slögu. Rétt rúmlega fjögurra km löng, flestir ganga hana á um klukkustund eđa rúmlega ţađ. Frá ţjóđveginum liggur jeppavegur inn í Nátthagadal. Hann hafa jeppamenn og mótorhjólamenn ţjösnast á í langan tíma. Sáralítil hćkkun er á leiđinni, ađeins aflíđandi, og engar hindranir. Eftir ţađ er gengiđ inn dalinn og upp úr honum innst. Ţegar upp er komiđ er afar stutt í gosstöđvarnar og getur fólk ţá valiđ ađ fara upp á fjalliđ fyrir sunnan Geldingadal eđa upp á Fagradalsfjall. Veltur á vindátt hvađa leiđ er best ţví enginn vill lenda í mekkinum frá eldgosinu. 

Auđvitađ hefđi átt ađ stika ţessa leiđ á laugardeginum og nota til ţess björgunarsveitina í Grindavík. Félagar í henni hljóta ađ gjörţekkja svćđiđ og ţeir hefđu betur nýst í verkefniđ heldur en ađ tuđa viđ fjölmiđla um illa útbúiđ göngufólk.

Ţess má geta ađ verđi Suđurstrandarvegurinn ekki opnađur má alltaf aka ađ kirkjunni viđ Bćjarfell sem er sunnan viđ Krýsuvík og ţađan vestur eftir gamla ţjóđveginum. Ég veit ekki betur en ađ hann sé opinn. 

Nú er bara ađ vona ađ löggan og almannavarnir láti af fjandskap sínum viđ göngufólk og auđveldi ţeim för frekar en ađ tálma. Ţađ endar sjaldnast vel ţegar stofnanir ţjóđfélagsins vilja taka völdin af almenningi.

Hér hefur ekki veriđ nefndur hlutur fjölmiđla sem virđist hafa ţá einu ritstjórnarstefnu ađ hneykslast á göngufólki, útbúnađi ţess og hegđun. Enginn fjölmiđill hefur nefnt ţá stađreynd ađ gönguleiđin ađ gosstöđvunum er ómöguleg og raunar hćttuleg. Ţó hefur fólk bent á ofangreinda gönguleiđ á samfélagsmiđlum og víđar. Eiginlega má segja ađ fjölmiđlar séu engu skárri en ţćr stofnanir sem ég hef hér međ réttu atyrt fyrir verkleysi sitt.

Ríkislögreglustjóri

Viđbót sett inn kl. 11:45:

Hér er mynd af skjali frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sem er ađ etja fólki út í fjögurra til sex stunda gönguferđir frá Bláa lóninu (af öllum stöđum) og Grindavík.

Afsakiđ orđbragđiđ: Hvers konar bjánaskapur er ađ segja fólki ađ ganga frá Blá lóninu. Af hverju ekki frá Ţorlákshöfn eđa Keflavík? Kann ţetta sófaliđ ekki á landakort og hefur ţađ aldrei stundađ gönguferđir á fjöllum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ţú vera ađ snúa hlutunum svolítiđ viđ. Ţađ var ađ sjálfsögđu rétt ađ loka veginum ţegar ţađ var taliđ hćttulegt ađ fara um hann. Algjört ábyrgđarleysi ađ gera ţađ ekki. Og svo var gjörsamlega ábyrgđarlaust af fólki ađ álpast upp ađ gosstöđvunum í gćrkvöldi ţegar var búiđ ađ vara viđ óveđri og koma ,ekki bara sér í hćttu, heldur björgunarfólki og lögreglu. Ţađ á hiklaust ađ sekta fólk sem hagar sér svona eđa láta ţađ borga björgunarsveitunum fyrir björgunina. Ţađ er fullt af fólki sem er bálreitt yfir ţessum vitleysisgangi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 22.3.2021 kl. 17:44

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Jósef Smári og takk fyrir innlitiđ.

Nei, ég hef ekki snúiđ neinu viđ.

Vegagerđin hefur nú af náđ sinni og góđmennsku ákveđiđ ađ opna Suđurlandsveg frá gatnamótunum viđ Krýsuvík. Ekkert hefur veriđ gert viđ hann. Hvers vegna var honum ţá lokađ í upphafi?

Veriđ er ađ stika gönguleiđina á svipuđum stađ og ég mćlti međ. Af hverju var ţađ ekki gert strax?

Allt er ţetta gert til ađ fólk geti haldiđ áfram ađ „álpast upp ađ gosstöđvunum“. Ţó svo ađ einhverjir séu „bálreiđir“ ţá verđur bara ađ hafa ţađ ađ sófafólkiđ sem hefur alla sína vitneskju um fjölmiđlarugli skipti skapi. Viđ hin göngum á fjöll.

Jósef, vitleysisgangurinn var hjá yfirvöldum sem ţröngvađi fólki til ađ ganga miklu lengri leiđ en ţurfti. Nú er veriđ ađ bćta úr og ţađ er vel.

Vonandi geta nú enn fleiri skođađ eldgosiđ.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 22.3.2021 kl. 18:52

3 identicon

Ţađ var lokađ ţessum vegi međan ađ ekki var ljóst hvort hann var hćttulegur eđa ekki. Yfirvöld voru ekki ađ ţröngva fólki til ađ ganga lengri leiđ í gćrkvöldi, Sigurđur. Ţau voru ađ mćlast til ţess ađ fólk héldi sig heima vegna óveđurs. Ef ţú ert vanur fjallgöngumađur ţá tekurđu miđ af veđurspánni, ekki satt?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 22.3.2021 kl. 21:40

4 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Lestu nú aftur ţađ sem ég skrifađi, Jósef. Skođađu ţađ sem ég undirstrika í skjalinu frá Ríkislögreglustjóra. Ţar er bent á ađ ganga frá Bláa lóninu. Er eitthvađ vit í ţví? Eđa ţarna austan viđ Hraun ţađan sem flestir lögđu upp í alltof langa göngu. Ađrir kostir voru ekki í bođi.

Og ţegar ţetta gerđist var Vegagerđin í helgarfríi. Enginn skođađi Suđurstrandarveg. Honum var bara lokađ án skýringa af ţví ađ á ţeim bć héldu einhverjir eitthvađ sem reyndist tóm vitleysa.

Nei, veđurspáin rćđur ekki útivist eđa ferđalögum hjá mér.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 22.3.2021 kl. 23:21

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Nú ţekki ég  ekki til ţarna, en eru bílastćđi fyrir hundruđi bíla viđ Suđurstrandaveginn, Sigurđur ?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.3.2021 kl. 07:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband