Bygging stćkkuđ međ framkvćmdum og úteygđ lagarök

Orđlof

Gamaldags

Ef íslenska verđur ekki nothćf eđa notuđ á öllum sviđum samfélagsins gćti hún fengiđ á sig ţann stimpil ađ vera gamal­dags og hallćrisleg. Ţađ gćti dregiđ úr áhuga fólks á ađ tileinka sér hana vel og leitt til ţess ađ fólk leggi meiri áherslu á ensku vegna ţess ađ ţađ telji hana gefa meiri möguleika. […]

Ţađ ţarf samt ađ gćta ţess ađ barátta fyrir íslenskunni snúist ekki upp í baráttu gegn enskunni. Enska er ekki óvinurinn – enska er alţjóđlegt samskiptamál sem mikilvćgt er ađ hafa gott vald á. Óvinurinn er andvaraleysi málnotenda og metnađarleysi fyrir hönd íslenskunnar. Gegn ţví ţarf ađ vinna.

Eiríkur Rögnvaldsson, vefsíđa. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Krónan opnađ í Austurveri.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                                    

Athugasemd: Fyrirsögnin er kćruleysisleg og hún er kolvitlaus. Sumir myndu segja ađ ţarna vantađi einn staf. Ţá myndi standa ţarna „Krónan opnađi …“. Engu ađ síđur opnađi Krónan ekki neitt. Hún var hins vegar opnuđ.

Síđar í fréttinni segir:

Matvöruverslun Krónunnar opnađi í Austurveri í dag …

Ekki er viđ öđru ađ búast. Enginn leiđbeinir blađamanninum. Hann er hvattur til ađ setja fréttir inn á vefinn, enginn les yfir. Vera má ađ orđalagiđ hafi ná fótfestu í málinu en ţađ er ekkert skárra fyrir ţví vegna ţess ađ auđveldlega má gera betur.

Tillaga: Krónan opnuđ í Austurveri.

2.

„… en flug­stöđvar­bygg­ing­in var stćkkuđ veru­lega međ fram­kvćmd­um síđustu ár.“

Frétt á mbl.is.                                    

Athugasemd: Líklega hefđi ţađ heyrt til tíđinda hefđi flugstöđin veriđ stćkkuđ án framkvćmda.

Blađamenn og raunar fleiri skrifarar nota stundum of mörg orđ ţegar fćrri duga. 

Tillaga: … en flug­stöđvar­bygg­ing­in hefur veriđ stćkkuđ veru­lega síđustu árin.

3.

„Ţess í stađ hefđu lögfrćđingar frambođsins sett fram „útteygđ lagarök sem ekki stćđust skođun og ásakanir byggđar á ágiskunum“.“

Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 23.11.20.                                   

Athugasemd: Ţegar ég las ţetta varđ ég fyrst hissa en svo hló ég (vandrćđalega úteygur). Í gamla daga var ég í lagadeild en hćtti eftir tvö ár, sem ég átti ekki ađ gera. Hins vegar veit ég fyrir víst ađ „úteygđ rök“ eru ekki til í lögfrćđinni. Veit svosem hvađ orđiđ úteygur merkir en fletti ţví upp svona til vonar og vara:

Úteygur er sá sem er međ útstćđ augu.

Og … hvađ međ ţađ?

Líklega er ţetta ţýđing á einhverju amerísku orđasambandi sem ég ţekki ekki enda fór ég ekki í ensku í Háskólanum. Hins vegar vćri reglulega fróđlegt ađ vita á ensku hvađ dómarinn sagđi.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

Ţá er Biden sagđur ćtla ađ skipa Lindu Thomas-Greenfield í embćtti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuđu ţjóđunum.“

Frétt á visir.is.                                   

Athugasemd: Enginn er sendiherra „gagnvart“ öđru ríki eđa alţjóđlegum samtökum. Réttara er ađ segja ađ mađur sé sendiherra hjá Sameinuđu ţjóđunum. Ísland er međ sendiherra í Bretlandi og hjá Sameinuđu ţjóđunum.

Eftir ađ hafa skrifađ ţetta gúgglađi ég „sendiherra gagnvart“. Stjórnarráđiđ notar ţetta orđalag, Morgunblađiđ, forsetaembćttiđ, Íslandsstofa og fleiri merkar stofnanir. Engu ađ síđur gengur ţađ gegn máltilfinningu minni. Veit ekki međ ađra.

Óţarfi er ađ byrja málsgreinina á atviksorđinu „ţá“. Ţađ hjálpar ekkert en er samt oft gert í fjölmiđlum.

Ofnotađir frasar eru leiđigjarnir. Í fréttinni segir:

Hann er ţar ađ auki vinur Bidens til margra ára

Af hverju er sjaldan sagt?

Hann hefur veriđ vinur Bidens í mörg ár

Ţetta orđalag getur varla veriđ mjög gamalt. Sé ađ ţađ var gagnrýnt í Morgunblađinu hér:

Ţetta orđalag er mjög í tízku um ţessar mundir og hefur heyrzt og einnig sézt á prenti, ekki veit ég ţó hversu lengi. Einhver hefur fundiđ upp á ţessu og ađrir svo tekiđ ţađ upp og ţótt eitthvađ  viđ ţađ. 

Sagt er sem svo: Mađurinn hefur gegnt embćttinu til margra ára. 

Heldur finnst mér ţetta tilgerđarlegt og sízt til bóta frá ţví ađ tala einungis um, ađ mađurinn hafi gegnt embćttinu í mörg ár, eins og margir segja líka. 

Ţar sem mér finnst ţetta tízkuorđalag fara í vöxt, vil ég vekja athygli á, ađ engin ţörf er fyrir ţađ í íslenzku máli.

Ţetta skrifar JAJ sem er líklega Jón Ađalsteinn Jónsson (1920-2006) íslenskufrćđingur og skrifađi hann fjölda málfarspistla í Morgunblađiđ og var međ ţćtti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu.

Tuttugu ár eru nú síđan Jón Ađalsteinn gagnrýndi orđalagiđ „til margra ára“ og í dag er ţađ ekki lengur frumlegt en er enn jafn tilgerđarlegt og ţađ var.

Tillaga: Biden er sagđur ćtla ađ skipa Lindu Thomas-Greenfield í embćtti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuđu ţjóđunum.

Screenshot 2020-11-19 at 12.15.555.

„Ć nei, ekki enn einn alheimsfaraldurinn“

Skopmynd í Morgunblađinu.

Skop er háalvarlegt mál og óbćtanlegur skađi af ţví ađ viđvaningar sjái um ţađ í fjölmiđlum.

Faraldur er á ensku „pandemic“ og ţađ skýrir brandarann á ensku en á íslensku er hann sem galtóm skyrtunna.

Hver er annars munurinn á alheimsfaraldri og heimsfaraldri?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband