Ofsi Einars Kárasonar, hiđ besta í íslenskri sagnahefđ
19.10.2020 | 15:36
Mikiđ vćri nú gaman ađ vera sögumađur eins og Einar Kárason rithöfundur. Ţađ vćri fullkomin tilvera, stórkostlegt líf. Og ţetta segi ég vegna ţess ađ ég lauk fyrir stuttu viđ Ofsa, bókina sem Einar skrifađi og út var gefin áriđ 2008.
Stórkostlegbók í einu orđi sagt. Já, stórkostleg bók. Ekki er ţađ ađeins sagan sem slík, heldur stíllinn og ekki síst flutningurinn, upplestur höfundar. Já, Ofsi er til í hljóđbók sem hentar mér prýđilega í gönguferđum. Viđ Einar Kárason göngum saman.
Ofsi segir frá atburđum sem Sturlunga greinir frá, er Gissur Ţorvaldsson tekur sig upp og flyst norđur í Skagafjörđ og sest ađ á Flugumýri sem hann kaupir af Eyjólfi Ţorsteinssyni einum höfđingja Sturlunga.
Ţegar Ofsi kom út hugsađi ég eitthvađ á ţessa leiđ: Ći, ég nenni ekki ađ fara ađ lesa einhvern gáfumannapistil um fornsögurnar. Gluggađi í hana í bókabúđ og fannst hún ekkert spennandi. Gott ef ekki flögrađi ađ mér ađ bók eftir gallharđan sósíalista og gamlan komma myndi ég nú ekki kaupa. Mikiđ skjátlađist mér, ţó ekki um pólitíkina heldur um skáldiđ. Hafđi ég engu ađ síđur lesiđ bćkur efir Einar, til dćmis skáldsöguna Storm og Jónsbók, ćvisögu Jóns Ólafssonar, viđskiptajöfurs.
Sumariđ 2018 keypti ég Stormfugla eftir Einar. Gleypti hana í mig og upplifđi aftur ţessi tvö sumur á menntaskólaárunum sem ég var á togara. Ég var svo heillađur af bókinni ađ ég skrifađi um hana, sjá hér. Og hér ćtla ég ađ gera ţađ sem mér finnst svo ósköp kjánalegt, ţađ er ađ vitna í sjálfan sig. Meiri gáfumenn en ég gera ţađ tíđum og ţví get ég ekki stillt mig um ađ gera slíkt hiđ sama, en bara í ţetta sinn. Ég skrifađi (međ leyfi hćstvirts forseta):
Rithöfundurinn Einar Kárason er einstakur. Enginn annar getur skrifađ eins og hann gerir í Stormfuglum. Stundum langar og flóknar málsgreinar, sem ţó eru svo haganlega saman settar ađ lesandinn missir hvorki ţráđinn né athyglina. Minnimáttar skrifarar kunna ekki ţessa list og viđ lítum allir upp til Einars, ýmist međ ađdáun eđa öfund, jafnvel hvort tveggja.
Ég stend enn viđ ţessi fátćklegu orđ mín.
Ofsi er um fimmtán kílómetra bók. Sagan er ţví frekar stutt en á móti kemur ađ sagan geymist í höfđinu, eftirbragđiđ er mikiđ, langt og gott. Ég hafđi hemil á mér, hlustađi bara í gönguferđum og vissi ekkert hversu langt hún myndi endast.
Gallinn er sá ađ ég man aldrei neitt. Mundi ekki ađ Einar hafđi skrifađ fjórar bćkur um viđburđi Sturlungaaldar. Fyrsta bókin er Óvinafagnađur (2001), Ofsi (2008), Skáld (2012) og Skálmöld (2014). Auđvitađ átti ég ađ byrja á ţeirri fyrstu, en ég er betur kunnugur Sturlungu Sturlu Ţórđarsonar en skáldinu Einari Kárasyni, og er ég keypti Ofsa voru hinar bćkurnar Einars mér gleymdar.
Einar segir í Ofsa frá nefi helstu söguhetja Sturlungu. Gissur er auđvitađ glćsilegur mađur, kann sig, gerist friđarhöfđingi. Fyrir okkur Dalamenn er hann einum of sléttur og felldur gći. En ţetta er skáldskapur, tek ţađ ekki persónulega ţó sumum af áum mínum sé lýst sem einhverjum skrattakollum. Hefna ber fyrir slík ummćli en ég geri ţađ ekki.
Ein merkilegasta persóna bókarinnar er hann Eyjólfur Ţorsteinsson sem hafđi viđurnefniđ ofsi. Margir kunna ađ halda ađ heiti bókarinnar sé dregiđ af viđurnefninu en svo ţarf ekki ađ vera. Ofsi ríkti í landinu á Sturlungaöld og Guđmundur, frćndi Gissurar var líka nefndur ofsi. Sturla Ţórđarson segir í Íslendinga sögu:
Í ţenna tíma var svo mikill ofsi Sturlu Sighvatssonar ađ nćr öngvir menn hér á landi héldu sér réttum fyrir honum og svo hafa sumir menn hermt orđ hans síđan ađ hann ţóttist allt land hafa undir lagt ef hann gćti Gissur yfir komiđ.
Öldin sem kennd er viđ Sturlunga var tími ofsa og heiftar og lýsir Einar Kárason henni einkar vel og er sannfćrandi. Í sögunni birtist brćđin gegn ţeim sem drápu Snorra Sturluson afar skýrt. Árni beiskur, banamađur Snorra, leitar útgöngu úr Flugumýrarbrennu og var grimmilega drepinn og í sögu Einars beitti Kolbeinn grön sverđinu:
Ađferđirnar voru ţannig ađ manni rann eiginlega kalt vatn á milli skinns og hörunds; trölliđ Kolbeinn hjó fyrst af honum annađ eyrađ og svo hönd og fót og međan mađurinn var enn organdi og spriklandi ţá brá hann sverđinu ţannig á frammjótt andlit mannsins ađ ţađ flettist ađ mestu af; ađ lokum fauk búkurinn frá höfđinu og um leiđ og Kolbeinn kastađi ţví frá sér eins og sorpi ţá ćpti hann:
Man nú enginn lengur Snorra Sturluson?!
Ţetta er hrottaleg lýsing en brćđi Kolbeins var mikil ţví hann vissi ađ ţarna vó hann ţann sem oft hefur veriđ líkt viđ Júdas Ískaríot. Engu ađ síđur var var Árni ađ reyna ađ bjarga Halli syni Gissurar, brúđgumanum sem ađeins var átján ára.
Fjölbreyttur stíll Einar er slíkur ađ hann getur lýst bardaga og áverkum án ţess ađ neinum blöskri og um leiđ segir frá fólki eins og Gróu Álfsdóttur svo angurblítt og fagurlega ađ ekki er laust viđ ađ lesandinn vikni viđ lesturinn.
Sumir er höfđingjar sem fá rödd í sögunni og ekki eru ţeir allir miklir fyrir sér ađ gáfum eđa skýrleika. Hrafn Oddson, einn af foringjum Sturlunga, virđist skarpgáfađur og klár en brestur kjark ţegar mest á reynir. Ásgrímur Ţorsteinsson, bróđir Eyjólfs ofsa, segir honum frá ađförinni ađ Gissuri á Flugumýri, og biđur hann um liđsinni. Hrafn sat brúđkaupsveisluna, varđ vinur Gissurar, en gat ekki sagt honum frá yfirvofandi harmleik, og gat ekki heldur afstýrt honum. Ţađ eina sem hann gerđi var ađ flýja, gera eins og viđ nútímamenn, láta sem ekkert sé og vonast til ađ vandamáliđ hverfi.
Eyjólfur ofsi er ţunglyndur mađur, líklega haldinn geđhvörfum. Einar lýsir honum mjög sennilega, ofsanum, ţunglyndinu, heiftinni og eftirsjánni. Hann er giftur Ţuríđi Sturludóttur Sighvatssonar sem gerir líf hans ađ hreinu helvíti, skilur hann ekki, hćđist ađ honum. Engu ađ síđur á Eyjólfur ţann draum mestan ađ ţóknast Ţuru sinni.
Fleiri en höfđingjar fá rödd í sögunni. Margir slíkir eru meiriháttar menn eins og Hallfríđur garđafylja, fóstra sona Gissurar og Gróu. Henni er fagurlega lýst ađ innrćti og hún bókstaflega bjargar lífi Gissurar.
Sumir eru alls ekki meiriháttar heldur skíthćlar eins og Ţorsteinn grenja sem situr brúđkaupiđ ađ Flugumýri en telur sér sýnd margháttuđ óvirđing ţar. Hann tautar viđ sjálfan sig og heitist viđ húsráđendur. Á leiđ yfir Öxnadalsheiđi mćtir hann liđinu sem ćtlar ađ ráđast á Flugumýri. Hann slćst ţar í hópinn og leggur til atlögu viđ gestgjafa sína og heimamenn.
Heinrekur Hólabiskup gegnir mikilvćgu hlutverki í sögunni, greinir íslenska ţjóđ og dćmir í bréfum sínum til Hákons Noregskonungs. Í síđasta bréfinu segir hann viđ kónginn:
Ég vona ađ ţér fyrirgefiđ mér framhleypnina, en sú hugsun hvarflar ađ mér ađ ţađ sé varla ţess virđi ađ vilja gerast herra ţeirra sem hér búa; kannski fer best á ţví ađ ţeir sjálfir eigi sitt auma land og samfélag.
Í Íslendingabók Sturlu Ţórđarsonar segir um ţann atburđ er Gissur stendur yfir líkum konu sinnar og sonar:
Ţá mćlti Gissur: Páll frćndi, segir hann, hér máttu nú sjá Ísleif son minn og Gró konu mína.
Og ţá fann Páll ađ hann leit frá og stökk úr andlitinu sem haglkorn vćri.
Hallfríđur garđafylja segir međ orđum Einars Kárasonar frá sama atburđi:
Hallfríđur mín. Hér máttu líta Gróu konu mína og Ísleif son minn.
Án klökkva. En um leiđ og hann leit undan mátti sjá hagl stökkva úr auga hans, og ég vissi ađ ţađ var úti um allan friđ á Íslandi enn um langa hríđ.
Á ţennan veg skrifar enginn nema skáld sem býr ađ öllu ţví besta sem íslensk sagnahefđ hefur ţróađ í ţúsund ár. Og ţađ er ekki lítiđ.
Nú förum viđ Einar saman í fleiri gönguferđir og hann flytur mér Óvinafagnađ. Ég hlakka til. Er búinn ađ kaupa hljóđbókina af Forlaginu og setja hana í appiđ í símanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Sigurđur. Ţađ er best ađ byrja á Skálmöld, atburđirnir sem lýst er í henni gerđust á undan hinum. Nr. 2 (í sögulegri röđ) er svo Óvinafagnađur og Ofsi nr.3. Bókin Skáld er svo um ćvi Sturlu Ţórđarsonar, og ţar er reyndar fariđ yfir atburđina í hinum.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráđ) 19.10.2020 kl. 18:34
Bestu ţakkir fyrir góđar ábendingar, Ingibjörg. Auđvitađ vissi ég ţetta ekki. Er ţví miđur byrjađur á Óvinafagnađi, og hjá mér er Kakali á leiđ til Íslands. Tek nćst fyrir Skálmöld og svo Skáld. Ţađ hjálpar ađ vera ţokkalega ađ mér í Sturlungu.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 19.10.2020 kl. 18:41
Ofsalega er ég mikiđ sammála ţér.
Og mikiđ mćlir ţú vel Sigurđur.
Kveđja ađ austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2020 kl. 18:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.