Mćta, sitja auđum höndum í barneignum og pop-up markađur

Orđlof

Í essinu sínu

Ţegar sagt er um einhvern ađ hann „sé í essinu sínu“ er átt viđ ađ hann sé vel fyrirkallađur, í góđu skapi og njóti sín vel. 

Ţótt orđiđ ess hljómi eins og heiti bókstafsins ’s’ eru engin tengsl ţar á milli, heldur er orđasambandiđ komiđ til okkar úr dönsku, sem aftur hefur fengiđ ţađ ađ láni úr ţýsku. 

Rćturnar eru ţó í latínu ţar sem sögnin esse merkir ’ađ vera’. Í miđaldalatínu hefur veriđ myndađ nafnorđ af ţessari sögn sem hljómar eins - esse - og merkir ’vera, ástand’. 

Samkvćmt ţví merkir orđasambandi ađ vera í essinu sínu bókstaflega ‘ađ vera í ástandinu sínu’ sem ţýđir vćntanlega ađ vera í góđu jafnvćgi, eđa eins og líka er stundum sagt, „upp á sitt besta“.

Málsgreinar.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Belgíska landsliđiđ í fótbolta er mćtt til landsins. Ţeir mćta Íslandi á Laugardalsvelli annađ kvöld í Ţjóđadeildinni.“

Frétt á ruv.is.                                 

Athugasemd: Ţađ sem segir í báđum setningunum má til sanns vegar fćra. Hins vegar er belgíska landsliđiđ komiđ til landsins og ţađ mun leika viđ ţađ íslenska á morgun. 

Einkenni íţróttablađamanna er ađ tala á annan hátt en flestir gera. Sögnin ađ mćta merkir ađ hitta en ekki ađ koma. 

Tvö fótboltaliđ mćtast á velli og svo leika ţau eđa spila fótbolta. Sögnin ađ mćta merkir ekki ađ takast á í fótbolta eđa öđrum íţróttagreinum.

Tillaga: Belgíska landsliđiđ í fótbolta er komiđ til landsins. Ţađ leikur gegn ţví íslenska á Laugardalsvelli annađ kvöld í Ţjóđadeildinni.

2.

„Sig­ur­veig hef­ur ekki setiđ auđum hönd­um ţegar ađ barneign­um kem­ur.“

Myndatexti á blađsíđu 2 í Fréttablađinu 16. október 2020                                

Athugasemd: Ţetta er nú hálfkjánalega orđađ. Orđalagiđ ađ sitja auđum höndum kemur lítiđ barneignum viđ. Ađ minnsta kosti mćtti orđa ţetta mun skilmerkilegar. Segja má ađ hér sé notađur úrdráttur. Og hvađ er ţađ? Skýringuna finnum viđ í Málfarsbankanum en ţar segir:

Orđiđ úrdráttur er notađ yfir ákveđiđ stílbragđ sem felst í ţví ađ nota veikara orđalag en efni standa til.

Ţađ er ekki mjög kalt hérna, í merkingunni: ţađ er heitt hérna.
Ţetta var ekki sem verst, í merkingunni: ţetta var mjög gott

Jón G. Friđjónsson málfrćđingur segir í bók sinni Mergur málsins um orđatiltćkiđ ađ sitja auđum höndum:

Vera ađgerđalaus, hafast ekkert ađ. […]

Líkingin trúlega dregin af ţví er menn hafast ekki ađ, sitja tómum höndum, taka sér ekki neitt (verkfćri) í hendur.

Sumir sitja auđum höndum í vinnunni eđa skólanum en ţetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona sagt í ţessu samhengi. Skýringin er líklega sú ađ blađamađurinn hefur ekki góđa tilfinningum fyrir íslensku máli, er ekki vel lesinn. Vera má ađ hann sjá fyrir sér ađ börnin hafi veriđ handunnin. Hvađ veit mađur?

Tillaga: Sigurveig hefur ekki látiđ sitt eftir liggja í barneignum.

3.

„Hópur fólks beiđ í langri röđ til kaupa ferskt og framandi grćnmeti og ávexti á pop-up markađi Austurlands food coop á Skúlagötu í gćr.“

Myndatexti á blađsíđu 2 í Fréttablađinu 16.10.20.                               

Athugasemd: Ţetta er hrćđileg málsgrein. Drasl sem ekki á heima í fréttamiđli, ruslatunnumatur. Í fréttinni kemur fram ađ vel hafi veriđ gćtt ađ sóttvörnum og tveggja metra reglunni. En hvađ međ tungumáliđ, íslenskuna? Hver gćtir hennar á Fréttablađinu?

Hvađ er „pop-up markađur“? Og hvađ ţýđir „food coop“? Hvađ mćlir gegn ţví ađ blađamađurinn tali íslensku? Geti seljendur ekki komiđ íslenskum orđum ađ starfsemi sinni ćttu ţeir ađ finna sér eitthvađ annađ ađ gera en viđskipti.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

351 rekstrarađili hefur sótt um stuđning vegna …“

Frétt á ruv.is.                               

Athugasemd: Ţeim fer fjölgandi fréttamönnunum hjá Ríkisútvarpinu sem skilja ekki reglur. Hér byrjar setning á tölustöfum, fyrsta málsgreinin í fréttinni.

Sama dag, tćpri klukkustundu fyrr, skrifar annar fréttamađur ţessa frétt á vefinn ruv.is:

29 einstaklingar og fyrirtćki hafa fariđ í ákćruferli hjá lögreglu fyrir brot á sóttvarnarlögum …

Sorglegt er til ţess ađ hugsa ađ ungt og snjallt fólk skuli ekki vita meira um skrif. Nú kemur ţađ ţví í koll ađ hafa ekki tekiđ betur eftir í skóla. Verst er ţó ađ yfirmenn á Ríkisútvarpinu, samstarfsmenn og meintur málfarsráđgjafi skuli ekki koma til hjálpar og leiđbeina.

Reglan er ţessi: Aldrei byrja setningu á tölustöfum. Aldrei nokkurn tímann. Slíkt er ekki einu sinni gert í ensku máli né heldur öđrum. Grundvallarmunur er á bókstöfum og tölustöfum. Setningar byrja á stórum staf, upphafsstaf. Slíkur stafur er ekki til í tölustöfum.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband