Starfsfólk borđađ, milljónir samúđaratkvćđi og virkja neyđarstig

Orđlof

Njóta augnabliksins

Orđasambandiđ carpe diem á rćtur sínar í kveđskap Hórasar (65-8 f.Kr.) og vísar ţađ til ţess ađ menn eigi ađ njóta líđandi stundar. 

Í Oxford Dictionary of Quotation eru orđ skáldsins carpe diem, quam minimum credula postero ţýdd ţannig: 

‘pick todays fruits, not relying on the future in the slightest’.

Svipađan bođskap er reyndar ađ finna í fjölmörgum myndum, t.d. í klisjunum Lifđu lífinu lifandi og Lifđu í dag ţví ađ á morgun kann ţađ ađ vera of seint.

Símafyrirtćki hér í borg hefur nú komiđ sér upp slagorđi sem umsjónarmanni virđist svolítiđ gróf eđa ónákvćm ţýđing á latneska orđskviđnum: Gríptu augnablikiđ og lifđu núna. 

Öllu eđlilegra vćri ađ skrifa Njóttu augnabliksins.

Morgunblađiđ, Íslenskt mál. Jón G. Friđjónsson, 116. ţáttur.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Starfsfólk borđađ og drukkiđ fyrir hundruđ ţúsunda á Kjarval.“

Fyrirsögn á blađsíđu 6 í Fréttablađinu 2.10.20.                                

Athugasemd: Ég ţurfti ađ hugsa mig um eitt andartak eftir ađ hafa lesiđ fyrirsögnina. Og svo hló ég enda borđlagt ađ ţrátt fyrir ţađ sem ţarna stendur hefur enginn mađur veriđ étinn. 

Fyrirsögnin er kjánaleg og ekki sambođin fjölmiđli. Í stađ „borđađ og drukkiđ“ hefđi mátt segja margt annađ sem ekki er hćgt ađ misskilja, hvorki viljandi né óvart.

Tillaga: Starfsfólk át og drakk fyrir hundruđ ţúsunda á Kjarval.

2.

264 milljarđa halli verđur á rekstri ríkissjóđs á nćsta ári …“

Frétt á ruv.is.                                 

Athugasemd: Alltaf er ţađ jafn ómerkilegt ţegar texti byrjar á tölustöfum. Ţađ er hvergi gert og á ekki ađ vera gert. Engu ađ síđur eru fjölmargir íslenskir frétt- og blađamenn sem annađ hvort vita ekki af ţessari reglu eđa virđa hana ađ vettugi. Mér finnst dálítiđ yfirlćtislegt ađ tala um fákunnandi blađamenn en 

Reglan er sú ađ í upphafi setningar er fyrsti stafur í fyrsta orđinu hástafur, stór stafur. Tölustafir hafa ekki hástafi, upphafsstafi.

Tillaga: Halli ríkissjóđ verđur 264 milljarđar króna á nćsta ári …

3.

„Trump mun fá milljónir samúđaratkvćđi.

Frétt á visir.is.                                  

Athugasemd: Í einstaklega fróđlegri og jafnvel skemmtilegri frétt um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er dálítiđ um smávillur.

Ég var ekki viss en fannst tilvitnađa setningin vitlaus, ţađ er ađ segja fall síđasta orđsins. Samúđaratkvćđi er ţarna í ţolfalli fleirtölu. Er nokkuđ viss ađ ţađ á ađ vera í eignarfalli. Ţegar mađur er ekki viss er gott ađ setja annađ orđ sett í stađinn. 

Trump mun fá milljónir katta. Ekki ketti/köttum.

Trump mun fá milljónir trjáa. Ekki tré/trjám.

Trump mun fá milljónir gjafa. Ekki gjafir/gjöfum.

Held núna ađ orđiđ samúđaratkvćđi í setningunni eigi ađ vera í eignarfalli.

Ţó ekki sé rangt ađ nota ábendingarfornöfnunum ţessi og ţetta er ţví algjörlega ofaukiđ í fréttinni. „Ţetta“ er nítján sinnum í fréttinni og „ţessi“ átján sinnum. Heldur mikiđ, finnst mér. 

Ég hef sagt ţađ áđur og segi enn ađ mjög oft er hćgt ađ sleppa ábendingarfornafninu og breyta orđalaginu samkvćmt ţví. Oftast er ţađ til bóta. Stíllinn skánar.

Tillaga: Trump mun fá milljónir samúđaratkvćđa.

4.

„Líklegt ađ neyđarstig almannavarna verđi virkjađ.

Frétt á ruv.is.                                   

Athugasemd: Er eđlilegt ađ orđa ţađ svo ađ neyđarstig sé „virkjađ“? Mér finnst ţađ frekar svona tilgerđalegt orđalag, ef ég má orđa ţađ ţannig.

Í fréttinni segir:

47 greindust međ kórónuveiruna innanlands í gćr.

Tveir fréttamenn skrifuđu fréttina og báđir voru sammála um ađ byrja setninguna međ tölustöfum. Líklega gátu ţeir ekki skrifar hana öđru vísi. 

Fréttin birtist í hádeginu. Um fjögur leytiđ birtist frétt međ ţessari fyrirsögn:

Neyđarstigi almannavarna lýst yfir á ný.

Enn og aftur ţetta neyđarstig. Mér finnst ţađ dálítiđ leirkennt orđ (samanber leirburđur í kveđskap). Veit samt ekki hvađa getur komiđ í stađinn. Varla er neyđarstig sama og neyđ. Skárra vćri ađ tala um viđbúnađarferil almannavarna

Sé neyđarstig notađ finnst mér skárra ađ lýsa yfir neyđarstigi en ađ „virkja“ ţađ. Já, ég veit ađ ekki eru allir sammála. Vissulega eru sjávarföll virkjuđ, einnig ár, fljót og lćkir, jafnvel hugvit fólks og svo framvegis. En ađ „virkja neyđarstig“ finnst mér út í hött. Neyđarstig er bara hugtak sem útilokađ er ađ virkja. Hins vegar er fjandanum auđveldara ađ lýsa yfir ástandi sem byggist á hugtökum.

Tillaga: Líklegt ađ neyđarstigi almannavarna verđi lýst yfir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband