Hundurđir milljóna, há vatnsstađa og rigningatíđ í nokkra daga
10.8.2020 | 20:09
Orđlof
Vanmáttur
Í bréfi til alţingismanna áriđ 1663 bađst Árni lögmađur Oddsson undan ţví ađ gegna áfram starfi sínu. Hann bar viđ heilsubresti og ritađi međ eftirminnilegum hćtti:
Svo sem fuglinn flýgur ekki vel, ţá hann missir fjađranna, einn hestur ţreytist undir of ţungri byrđi, svo hann neyđist til ađ leggjast, skipiđ siglir ei án byrjar, eldurinn logar ei ţá eldsneytiđ ţrýtur, og allir eldar náttúrlegir brenna út um síđir, og allt hold slitnar sem klćđi, ţví vil eg međkenna [viđurkenna] minn vanmátt enn nú ađ nýju [sama erindi hafđi hann boriđ upp 1662] og engan góđan mann á tálar draga (Alţ VII, 4 (1663)).
Allt mun ţetta vera tímalaust í ţeim skilningi ađ flest á ţađ enn viđ.
Málfarsbankinn. Jón G. Friđjónsson.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Bandaríski milljarđamćringurinn Dan Friedkin er búinn ađ samţykkja ađ kaupa liđiđ AS Roma fyrir hundruđi milljóna evra.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Ţetta er rangt hjá DV. Fallbeyging nafnorđsins hundrađ vefst fyrir fleirum en mér. Á vefnum Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, BÍN segir:
Kvenkynsfleirtölumyndinni hundruđir bregđur talsvert oft fyrir í rćđu og riti. Hún er röng. Orđiđ hundrađ er ekki kvenkynsnafnorđ.
Athugiđ ađ beygingarmyndin hundruđa í eignarfalli fleirtölu er einnig röng. Sjá Málfarsbankann á vefsíđu Árnastofnunar.
Fallbeygingin er ţessi í eintölu:
Hundrađ, um hundrađ, frá hundrađi, til hundrađs.
Og í fleirtölu
Hundruđ, um hundruđ, frá hundruđum, til hundrađa.
Í fréttinni er sagt ađ mađurinn sé búinn ađ samţykkja, sem hlýtur ađ merkja ađ hann ćtli ađ kaupa. Er ţađ ekki einfaldara orđalag.
Margt er furđulegt í fréttinni. Í henni segir:
Ţetta eru fjárfesting
Á auđvitađ ađ vera:
Ţetta er fjárfesting
Svo segir:
Hann tekur viđ eigendakeflinu af öđrum bandarískum eiganda, James Palotta, en Palotta keypti félagiđ áriđ 2012.
Hvađ er eigendakefli. Orđiđ getur ekki veriđ nýyrđi svo vitlaust er ţađ. Málsgreinin er illa skrifuđ. Betur hefđi fari á ţví ađ orđa hana svona:
Hann keypti félagiđ af Bandaríkjamanninum Palotta sem átti ţađ frá árinu 2012.
Fréttin hefđi líklega ekki versnađ ef einhver hefđi lesiđ hana yfir fyrir birtingu.
Tillaga: Bandaríski milljarđamćringurinn Dan Friedkin ćtlar ađ kaupa liđiđ AS Roma fyrir hundruđ milljóna evra.
2.
17 kórónuveirusmit greindust innanlands síđasta sólarhring en um er ađ rćđa flestu tilfellin á sólarhring
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Alltof margir blađamenn byrja setningar á tölustöfum, sérstaklega kveđur rammt af ţessu í Mogganum. Ţannig er hvergi gert vegna ţess ađ grundvallarmunur er á ţeim og bókstöfum. Viđ byrjum setningar međ stórum staf en hann er ekki til í tölustöfum, ekki nema viđ skrifum töluna á hefđbundinn hátt.
Orđalagiđ um er ađ rćđa er merkingarlaust tafs. Betra er ađ segja sem er eđa annađ álíka. Svo fer vel á ţví ađ nota punkt í stađ ţess ađ lengja málsgreinar úr hófi.
Orđalagiđ flestu tilfellin er rangt. Margur stigbreytist svona i hvorugkyni fleirtölu:
Mörg, fleiri, flest.
Orđiđ á ađ vera í hvorugkyni vegna ţess ađ ţađ vísar til tilfella.
flest tilfelli
um flest tilfelli
frá flestum tilfellum
til flestra tilfella
Sjá nánar á vefnum Beygingalýsing íslensk nútímamáls, BÍN.
Tillaga: Sautján kórónuveirusmit greindust innanlands síđasta sólarhring. Í seinni bylgjunni hafa ţau ekki veriđ fleiri og raunar aldrei frá 9. apríl.
3.
Hvarvetna í heiminum hafa stjórnvöld sett sína fćrustu vísindamenn í fyrirsvar varđandi baráttuna gegn kórónuveirunni
Reykjavíkurbréf Morgunblađsins á blađsíđu 16, 8.8.20.
Athugasemd: Hér hefđi fariđ betur ađ orđa ţetta á annan hátt. Sleppa ţessu varđandi.
Tillaga: Hvarvetna í heiminum hafa stjórnvöld sett sína fćrustu vísindamenn í fyrirsvar í baráttunni gegn kórónuveirunni
4.
Ţar voru afskipti höfđ af manni á reiđhjóli međ stórt hátalarabox.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Löggufréttir í fjölmiđlum eru oft kjánalegar, stundum broslegar og líka hlćgilegar, en eiga sjaldnast ađ vera ţannig. Ofangreind tilvitnun er brosleg. Framhaldiđ er enn furđulegra ţví mađurinn lét sér ekki nćga ađ hjóla međ hátalarabox:
Mađurinn var í annarlegu ástandi og fór ađ berja rúđur á veitingastađ eftir ađ lögregla hafđi haft af honum afskipti.
Hvađ ţýđir annarlegt ástand? Svefndrukkinn, fullur, dópađur, í ástarsorg eđa bara misskilinn tónlistarunnandi. Í fréttinni segir, og er haft úr skrifum í svokallađri dagbók lögreglunnar:
Mađurinn er einnig grunađur um hótanir og var hann handtekinn sökum ástands og vistađur í fangageymslu lögreglu.
Nóg hefđi veriđ ađ segja ađ mađur hefđi veriđ handtekinn fyrir óspektir. Ţó verđur ađ viđurkenna ađ fréttin kann ađ hafa forvarnargildi, eins og sagt er. Ađrir sem ćtla sér ađ hjóla um í annarlegu ástandi međ hátalarabox munu núna hugsa sig tvisvar um áđur en ţeir láta slag standa.
Löggufréttir eru tóm vitleysa. Óskrifandi og óskilvirkar löggur skrifa fréttir sem birtast nćr orđréttar í fjölmiđlum. Ţađ er ekki blađamennska heldur kranablađamennska, eins og góđur mađur sagđi einhvern tímann.
Berum saman löggufréttirnar nćturinnar í fjölmiđlum. Ţćr eru allar eins vegna ţess ađ löggan er orđin hluti af ritstjórnum og skrifar ţćr ađ mestu leyti. Skođiđ framsetningu fréttarinnar á ţessum miđlum: dv.is., mbl.is., visir.is., frettabladid.is. og ruv.is. Enginn munur er á efnistökunum. Löggan skrifar og blađamenn birta nćr orđrétt, reyna ekki einu sinni ađ vinna nánar međ upplýsingarnar, eđa bara sleppa ţeim vitlausustu.
Tillaga: Engin tillaga.
5.
Há vatnsstađa er fyrir í mörgum ám og lćkjum vegna rigningartíđar undanfarinna daga.
Frétt á ruv.is.
Athugasemd: Ţegar viđ gleymum ađ skrúfa fyrir rennsliđ í bađkeriđ og vatniđ er í ţann veginn ađ renna út á gólf kemur ţungbúinn starfsmađur Veđurstofu Íslands međ líflaus augu og segir andlaus:
Hér er vatnsstađan há.
Hver í ósköpunum talar svona? Enginn. Viđ hin, óbreyttur almúginn, segjum ađ mikiđ sé bađkerinu, mikiđ í ám og vötnum eftir rigningartíđ. Ţá eru flóđ.
Og hvađ gerist ţegar dregur úr flóđum. Jú, ţau sjatna, minnka, hjađna. Kannast einhver viđ orđin og jafnvel önnur međ svipađa merkingu?
Embćttismennirnir tala um háa vatnsstöđu enda ástćđa til ađ greina sig frá almúganum sem notar sagnorđ til tjáningar en ekki nafnorđ eins og gert er í ensku máli.
Svo svakalega tilkomumikiđ er ţetta stofnanakennda orđalag ađ blađmenn á öllum fjölmiđlum birta ţađ athugasemdarlaust og lúta um leiđ höfđi í virđingarskyni viđ stofnunina og orđasmiđi hennar.
Er ţađ rigningartíđ ţegar rignt hefur í nokkra daga? Á málinu.is segir um orđiđ:
tímabil međ mikilli rigningu; hér hefur veriđ samfelld rigningartíđ í heilan mánuđ
Í fréttinni segir:
Ferđafólk er beđiđ um ađ sýna sérstaka ađgát viđ vatnsföll og vöđ.
Embćttismennirnir á Veđurstofunni sem tala um háa vatnsstöđu telja alveg ómögulegt ađ tala um ár og lćki. Ţađ gerir bara áđurnefndur almúgi. Hvađ veit hann?
Vatnsfall gott íslenskt orđ, samheiti yfir vatn sem rennur, streymir, fellur, í náttúrunni, ţađ er sprćnur, lćkir, ár, fljót og svo framvegis. Vađ er hvergi annars stađar en viđ vatnsföll. En hvađ međ fjölbreytni í orđalagi? Ćtti Veđurstofan ekki ađ fagna henni?
Vakthafandi veđurfrćđingur á Veđurstofu Íslands ítrekar ţetta í samtali viđ fréttastofu og bćtir viđ ađ ţeir sem hyggjast ţvera ár síđdegis, ýmist fótgangandi eđa akandi, ćttu ef til vill ađ íhuga ađ breyta áformum sínum.
Gott ađ vekja athygli á ţessu? Komi ég ađ lćk eđa á og ćtla ađ vađa yfir met ég ađstćđur en hringi ekki í vakthafandi veđurfrćđing og spyr hann álits. Svona stuttlegar ráđleggingar frá Veđurstofunni eru gagnslausar. Ţetta er svipađ og ţegar foreldrar kalla höstug á barniđ sitt; Passađur ţig. Rétt eins og enginn gćti ađ sér nema ţegar kallađ sé eđa Veđurstofan vari viđ. Svona varnađarorđ eru frekar kjánaleg.
Veđurstofan skrifar fréttir en er einhćf í ţeim. Á stofnanamáli er tala um úrkomu, afar sjaldan um rigningu og snjókomu í fréttatilkynningum. Kul, rok, stormur og önnur veđurorđ eru varla til. Í stađinn er talađ um mikinn vind eđa lítinn vind.
Fréttir frá Veđurstofunni eiga greiđa leiđ inn í fjölmiđla, gagnrýnislaust. Blađamenn vinna sjaldnast međ ţćr, birta hráar.
Ţjóđin er mötuđ og brátt veit enginn hvađ ţessi orđ merkja; rigning, gjóla, kul, hundslappadrífa, lágarenningur, flóđ og fjöldi annarra. Nema auđvitađ ţeir fáu vitleysingar sem hafa stundađ bóklestur frá barnćsku og byggt ţannig upp drjúgan orđaforđa og nota í skrifum og taliu í stađ ţess ađ flćkja sig í enskum hráţýđingum og skekktri orđaröđ.
Tillaga: Flóđ er í mörgum ám og lćkjum vegna rigningar undanfarinna daga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.