Framkvćma handtöku, standa upp fyrir sjálfum sér og Baldur togađur

Orđlof

Málsniđ

Málsniđ er heildaryfirbragđ málsins og mótast af efni og ađstćđum. Á sama hátt og viđ klćđum okkur í ólík föt fyrir ólík tilefni veljum viđ málinu mismunandi búning eftir ađstćđum. Ţađ sem er viđeigandi í einu málsniđi getur ţví veriđ óviđeigandi í öđru. Val á málsniđi rćđst af ýmsum ţáttum eins og miđli, markmiđi, textategund, viđtakanda, ađstćđum og efni. 

Viđ veljum okkur til dćmis annađ málsniđ ţegar viđ gerum grein fyrir frćđilegum niđurstöđum á ráđstefnu en ţegar viđ spjöllum viđ vini okkar í heita pottinum. Formlegt mál er ţví eins og spariföt sem viđ skörtum viđ ákveđin tćkifćri eins og ţegar viđ skrifum frćđilega ritgerđ. 

Margir háskólanemar hafa ekki nćgilega gott vald á formlegu málsniđi og skrifa ţví frćđilega texta sem minna á Facebook-fćrslur.

Leiđbeiningavefur um ritun á háskólastigi.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Í kjöl­fariđ hef­ur lög­regl­an framkvćmt yfir hundrađ hand­tök­ur.“

Frétt á mbl.is.                               

Athugasemd: Hver er munurinn á ađ handtaka mann eđa framkvćma handtöku (vćntanlega á manni)?

Hiđ fyrra er sagnorđ en í síđara tilvikinu er handtaka nafnorđ. Íslensk mál miđast viđ sagnorđ en til dćmis enska gengur út á nafnorđ. Margir blađamenn átta sig ekki á ţessu og ţýđa beint af ensku á íslensku og smám saman hefur orđiđ til nafnorđastíll sem breytir málinu.

Dćmi um nafnorđastíl (ritun.hi.is):

  • Gera könnun > kanna
  • skila hagnađi > hagnast
  • framkvćma lendingu > lenda
  • gera athugun á > athuga
  • leggja mat á> meta
  • taka ákvörđun um > ákveđa
  • valda töfum á > tefja

Í fréttinni segir:

90-100% not­enda EndroChat tengj­ast ein­hvers kon­ar glćp­a­starf­semi …

Nú eru allir reyndu blađamennirnir, fréttastjórarnir og ritstjórarnir á Mogganum farnir í sumarfrí og gleymt ađ segja afleysingafólkinu ađ byrja ekki setningu á tölustöfum.

Blađamađurinn skrifar stutta frétt og er svo hrifinn af nafnorđinu kjölfar ađ hann notar ţađ tvisvar. Slíkt heitir nástađa.

Tillaga: Í kjöl­fariđ hef­ur lög­regl­an handtekiđ meira en eitthundrađ manns.

2.

„Ţessi lög­sókn snýst um ađ standa upp fyr­ir sjálfa mig og skil­greina virđi mitt.“

Frétt á mbl.is.                               

Athugasemd: Málsgreinin er tóm vitleysa, hrá ţýđing úr ensku. Niđurstađan er sú ađ ekkert skilst.

Hvernig er hćgt ađ „“standa upp fyrir sjálfum sér („sjálfan sig“ (ţolfall) eins og segir í tilvitnuninni)? Ţađ er auđvitađ útilokađ enda tökum viđ ekki svona til orđa á íslensku. Í stađinn má nota orđ eins og virđingu, heiđur og álit.

Heimildin er vefur enska blađsins The Sun. Ţar segir:

This lawsuit is about standing up for myself and asserting my self-worth.

Ţetta má ţýđa eins og segir í tillögunni.

Tillaga: Lögsóknin/Stefnan snýst um virđingu mína og mannorđ.

3.

„Fyllt var á birgđir áđur en Baldur var togađur í Stykkishólm …“

Frétt á ruv.is.                               

Athugasemd: Ţetta er ekki rangt orđalag en óvenjulegt. Sjaldgćft er ađ orđa ţađ svo ađ bílar né skip séu togađir ţó vera kunni ađ farartćkin séu tekin í tog. Hins vegar eru til togarar, ţađ er fiskiskip sem draga troll, botnvörpu. „Togbílar“ finnast ekki en til eru dráttarbílar og dráttarbátar.

Tillaga: Fyllt var á birgđir áđur en Baldur var dregin til Stykkishólms

4.

75 ár eru liđin frá ţví ađ Föđurlandsstríđinu mikla lauk.“

Grein á blađsíđu 25 í Morgunblađinu 4.7.20.                              

Athugasemd: Valdimar nokkur Pútín skrifar grein í Moggann og byrjar hana á tölustöfum. Ţađ gerir enginn, ekki einu sinni Rússar.

Í greininni stendur:

20. öldin hafđi í för međ sér mikil átök á heimsvísu en …

Aftur byrjar Valdimar málsgrein á tölustöfum. Svo kemur hann međ ţetta orđ „heimsvísu“. Hver er munurinn á heiminum og heimsvísu. Jú, hiđ síđarnefnda er oftast óţarfi nema ţegar sérstakra skýringa er ţörf. 

Auđvitađ skrifar Valdi ekki á íslensku en ţýđandinn mćtti vera betur ađ sér.

Tillaga: Sjötíu og fimm ár eru liđin frá ţví ađ Föđurlandsstríđinu mikla lauk.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband