Lenda í ţví ađ deyja, landamćri Íslands og göngulag í labbi

Orđlof

Úrdráttur

Orđiđ úrdráttur er notađ yfir ákveđiđ stílbragđ sem felst í ţví ađ nota veikara orđalag en efni standa til. Ţađ er ekki mjög kalt hérna, í merkingunni: ţađ er heitt hérna. Ţetta var ekki sem verst, í merkingunni: ţetta var mjög gott. 

Orđiđ merkir hins vegar ekki ágrip eđa yfirlit, slíkt nefnist útdráttur.

Ţegar dregiđ er í happdrćtti er bćđi hćgt ađ nota orđiđ útdráttur og úrdráttur, frekar er ţó mćlt međ fyrra orđinu.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Tals­vert grjót­hrun varđ úr Gjögurtánni eft­ir jarđskjálfta …“

Frétt á mbl.is.                              

Athugasemd: Viđ mynni Eyjafjarđar ađ austan er stórt, sćbratt fjall sem nefnist Gjögur, á kortum er ţađ líka nefnt Gjögurfjall. Nyrst undir ţví er lítiđ nes og nefnist ţađ Gjögurtá. Samkvćmt mynd sem fylgir fréttinni er greinilegt ađ úr fjallinu hrundi, Táin er ekki sjáanleg.

Viđmćlendur blađamanna eru ekki alltaf gjörkunnugir ađstćđum og er alltaf nauđsynlegt ađ kanna heimildir, í ţessu tilfelli landakort. Engin ástćđa til á birta rangar fréttir.

Talađ er um Gjögurtánna. Ekki venja ađ nota ákveđinn greini međ örnefnum. Frá ţví eru ţó algengar undantekningar eins og Esjan. Ekki er heldur notađur ákveđinn greinir međ sérnöfnum. Enginn myndi segja Liljan, Hrundin, Lúđvíkinn, Jóninn, Péturinn.

Samkvćmt orđabókinni merkir gjögur:

skarđ milli sjávarhamra; hellisskúti; hamradrangar sem skaga í sjó fram. Upphafl. merk. virđist vera ’vik inn í (sjávar)kletta’ e.ţ.u.l.

Örnefniđ Gjögur finnst víđa samkvćmt landakortinu:

  1. Klöpp viđ sjó á vestanverđri Grímsey
  2. Gil ofan viđ Stóra-Botn í Hvalfirđi
  3. Gjá vestan viđ Miđfell í Landsveit
  4. Sund viđ Stagley á Breiđafirđi. Ţar viđ er Gjögursker.
  5. Nes viđ Stóru-Sandvík norđan Reykjanesvita
  6. Gljúfur og einnig klettur í Fljótshverfi
  7. Klettur viđ Jökulsá í Lóni, skammt norđan viđ Illakamb.
  8. Strönd skammt frá Herdísarvík á Reykjanesi
  9. Ţorp í Árneshreppi. Ţar er Gjögurstangi og skammt frá er Gjögursvatn, Gjögursrimi og Gjögurshlein
  10. Vitar eru á Gjögurstá viđ Gjögursfjall viđ Eyjafjörđ og Gjögurviti er skammt frá Gjögri viđ Reykjarfjörđ í Árneshreppi.

Í fréttum af skriđuföllum er Gjögursfjall í flestum fjölmiđlum kallađ Gjögurtá. Ekki ađeins blađamenn flaska á ţessu heldur líka viđmćlendur úr hópi heimamanna, til dćmis í Ólafsfirđi.

Tillaga: Tals­vert grjót­hrun varđ úr Gjögri eft­ir jarđskjálfta …

2.

„Stuđnings­hóp­ur­inn, sem Bára tók ţátt í á Face­book međ fólki frá Banda­ríkj­un­um, taldi í upp­hafi árs 27 međlimi.“

Frétt á mbl.is.                              

Athugasemd: Ţetta er klúđurslega orđuđ málsgrein, algjör stílleysa. Óţarfi er ađ klessa saman tveimur forsetningum, ’í’ og ’á’.

Hópurinn „taldi ekki 27 međlimi“. Betra er ađ segja ađ í hópnum voru tuttugu og sjö manns.

Blađamađurinn veit ekki ađ hvergi tíđkast ađ byrja setningu á tölustaf ţví hann gerir ţađ tvisvar. Aldrei ćtti ađ hvika frá ţeirri reglu ađ nota stóran bókstaf í upphafi setningar. Annađ getur valdiđ ruglingi hjá lesendum ţví eđli bókstafa og tölustafa er gjörólíkt.

Í fréttinni segir:

Ţessa stund­ina syrg­ir hún fólk sem var međ henni í stuđnings­hóp …

Skilja má málsgreinina á ţann veg ađ ađeins međan viđtaliđ var tekiđ hafi konan syrgt en ekki á eftir. Auđvitađ er ţetta rangt en ađeins viđ blađamanninn ađ sakast ţví hann skrifar ekki nógu skýrt. „Ţessa stundina“ merkir ekki um ţessar mundir.

Blađamađurinn talar um „áhćttulíffćri“ en orđiđ ţekkist ekki. Á máliđ.is segir ađ til sé  á sćnsku „kritisk organ“ og á ensku „organ at risk“. Má vera ađ blađamađurinn eigi viđ ţetta.

Í fréttinni segir:

Ein vin­kona Báru úr hópn­um fór ţannig á sjúkra­hús vegna veik­inda sinna …

Atviksorđiđ ţannig í setningunni gegnir engu hlutverki, er ţarna bara eins og illa gerđur hlutur. Er hvorki í samrćmi viđ ţađ sem á undan fór eđa á eftir kom.

Í lok fréttarinnar segir:

Önnur vin­kona Báru lenti í ţví ađ ađstođar­kona henn­ar veikt­ist af veirunni og hún var yf­ir­gef­in heima hjá sér í kjöl­fariđ. Hún lést ţar og ţađ kom ekki á dag­inn fyrr en ţrem­ur dög­um síđar.

Viđ ţessar málsgreinar er margt ađ athuga. Skrifin eru máttleysisleg og alls ekki skýr. Ţarna segir ađ vinkona Báru „lenti í ţví“ […]ađ deyja“. Frekar ónćrgćtnislegt orđalag.

Eftirfarandi hefđi veriđ betra:

Vinkona Báru lést ein og yfirgefin vegna ţess ađ ađstođarkona hennar veiktist af Covid-19. Enginn vissi af andlátinu fyrr en ţremur dögum síđar.

Blađamađurinn ţarf ađ huga ađ orđalagi og stíl í fréttaskrifum sínum. Í óbeinni frásögn er ekki alltaf gott ađ nota orđalag viđmćlanda sem er ekki vel máli farinn.

Tillaga: Í upphafi árs voru í stuđningshópnum á Facebook auk Báru tuttugu og sjö manns frá Bandaríkjunum. 

3.

„Flugfélagiđ neitađi ađ svara spurningum kanadísku fréttastofunnar CBC um hvers vegna um 500 hvolpum var leyft ađ fara um borđ í vélina.“

Frétt á ruv.is.                              

Athugasemd: Fréttamađurinn á líklega viđ ađ einhver hafi fariđ međ hvolpana um borđ í flugvélina. Ţeir fóru ekki ţangađ af sjálfsdáđum eins og farţegarnir. 

Málgreinin er einnig slćm vegna orđalagsins „ um hvers vegna “. Betra hefđi veriđ ađ fréttamađurinn hefđi orđađ hana á einfaldari máta.

Í fréttinni segir:

8 hvolpanna voru dauđir ţegar vélin lenti.

Blađamađurinn veit ekki ađ hvergi tíđkast ađ byrja setningu á tölustaf. Aldrei ćtti ađ hvika frá ţeirri reglu ađ nota stóran bókstaf í upphafi setningar. Annađ getur valdiđ ruglingi hjá lesendum ţví eđli bókstafa og tölustafa er gjörólíkt.

Tillaga: Ekki er ljóst hvers vegna leyft var ađ fara međ 500 hvolpa um borđ í flugvélina. Kanadíska fréttastofan CBC fékk engin svör frá flugfélaginu.

4.

„Einn greindist á landa­mćrunum.“

Fyrirsögn á visir.is.                              

Athugasemd: Ísland er eyja og engin landamćri, ađ minnsta kosti í eiginlegri merkingu. Engu ađ síđur er hér sums stađar landamćravarsla. 

Aldrei er talađ um landamćri Íslands, ađeins byrjendur leyfa sér ţađ.

Viđvaningar í skrifum byrja setningu á tölustöfum. Í frétt Vísis segir:

64 sýni voru rannsökuđ …

Blađamađurinn veit ekki ađ hvergi tíđkast ađ byrja setningu á tölustaf. Aldrei ćtti ađ hvika frá ţeirri reglu ađ nota stóran bókstaf í upphafi setningar. Annađ getur valdiđ ruglingi hjá lesendum ţví eđli bókstafa og tölustafa er gjörólíkt. 

Blađamađurinn byrjar orđavađal međ tölulegum upplýsingum um Covid-19 hér á landi. Engu ađ síđur er sömu upplýsingar međ fréttinni í myndrćnni framsetningu og í súluriti. Til hvers gerir blađamađurinn ţetta?

Tillaga: Ekki er ljóst hvers vegna leyft var ađ fara međ 500 hvolpa um borđ í flugvélina. Kanadíska fréttastofan CBC fékk engin svör bárust frá flugfélaginu.

5.

Flestir hafa sitt göngulag, sem jafnan markast af ţví hvernig viđkomandi ţykir best ađ labba.

Fyrirsögn á dv.is.                              

Athugasemd: Vćri ekki réttara ađ gera greinarmun á göngu og labbi sem og göngulagi og … labblagi?

Lesandans vegna er reglan sú ađ skrifarinn má ekki ţvćlast ekki á milli orđa svipađrar merkingar heldur heldur sig viđ eitt, nema auđvitađ ađ ađstćđur krefjist annars.

Sögnin ađ ganga er eins og nafnorđiđ, ganga. Af nafnorđinu er myndađ nafnorđiđ göngulag, ţađ er ţolfall+lag. 

Á sama hátt er til sögnin ađ labba og nafnorđiđ labb. Ţó er ekki til „labblag“, ţf+lag.

Hér skal tekiđ undir sem segir á máliđ.is, Íslenskri orđsifjabók, ađ labb er ađ vissu leyti svipađ og ganga en ţó meira rölt eđa ţramm. Enginn röltir á fjöll allir ganga.

Furđulegt vćri ađ labba á skíđum, betra er ađ ganga á skíđum enda heita ţau gönguskíđi, ekki „labbskíđi“.

Engu ađ síđur er oft talađ í hálfkćringi um ađ labba á fjöll. Ţađ er auđvitađ stílbragđ, úrdráttur:

Ég labbađi á Hvannadalshnúk, rölti á Hnúkinn, skrölti upp á Skessuhorn, brá mér á Búlandshöfđa, ţrammađi á Ţumal …

Mörg eru afrekin sem fólk dregur úr af hlédrćgni, viljandi eđa óviljandi, eđa til ađ leggja áherslu á hreysti sína og dugnađ. 

Vandinn eru hins vegar skrifarar sem kunna ekki til verka, gera engan greinarmun á göngu og labbi, hafa hvorki ţekkingu né getu til ađ upplýsa lesendur. Gera eiginlega ekkert annađ en ađ rugla í ríminu.

Tillaga: Flestir hafa sitt göngulag sem jafnan markast af ţví hvernig fólki ţykir best ađ ganga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband