Sigrađi kosninguna, sitjandi forseti og keyrir farsćlan feril

Orđlof

Ljósin úti

Á jólaföstu mátti lesa á vísi.is: 

"Umferđarljósin á Hringbrautinni eru úti og eitthvađ um rafmagnstruflanir." 

Nú er ţađ ekki frétt ađ umferđarljós séu úti. Ţau eru öll utandyra. Leitt ađ hiđ ágćta orđ götuviti skyldi ekki ná ađ festast í sessi. 

En ţegar fregnritari segir ađ "umferđarljósin séu úti", og hann á vćntanlega viđ ađ ţau séu óvirk vegna rafmagnsleysis, ţá er hann ađ nota orđalag úr ensku.

Talandi um ljós. Fleyg er setningin sem Edward Grey, greifi af Fallodon, mćlti er hann stóđ viđ gluggann í breska utanríkisráđuneytinu 4. ágúst 1914 og horfđi á bćjarstarfsmenn slökkva götuljósin í St. James-garđinum: 

"The lamps are going out all over Europe; we shall not see them lit again in our lifetime." 

Vćri sá sem sagđi ađ umferđarljósin vćru úti beđinn ađ ţýđa ţessa setningu á íslensku, myndi hann vćntanlega byrja si svona: 

"Lamparnir eru ađ fara út um um alla Evrópu..." eđa hvađ?

Morgunblađiđ. Málfar. Eiđur Guđnason.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Hollywood-stjarnan Will Ferrell sá um ađ tilkynna hvađa lag sigrađi kosninguna.“

Frétt á ruv.is.                            

Athugasemd: Hefđi kosningin getađ sigrađ? Nei. Kosning er atburđur, ekki ţátttakandi. Ţess vegna er ţetta tómt bull hjá fréttamanninum og ţađ sem verra er, dómgreindarleysi. 

Enginn getur sigrađ kosningu en allir geta sigrađ í atkvćđagreiđslu, sigrađ í keppni.

Fréttamađurinn hlýtur ađ hafa veriđ svo heillađur af Hollywood stjörnunni ađ hann hafa ekki getađ á sér heilum tekiđ. Heillađur er gott orđ. Ţeir sem eru háđir ensku orđalagi hefđu notađ orđalagiđ „star struck“ sem er algjör óţarfi. Hvers vegna? Jú, ţađ er enskt. Hér á landi tölum viđ yfirleitt íslensku.

Tillaga: Hollywood-stjarnan Will Ferrell kynnti sigurlagiđ.

2.

85,5% ţeirra sem tóku af­stöđu í könn­un sem Gallup …“

Frétt á mbl.is.                             

Athugasemd: Svona byrjar blađamađur á Morgunblađinu frétt á vef blađsins. Ţetta er hvergi gert. Hvergi á Vesturlöndum gera fjölmiđlar ţetta. Raunar er mćlt gegn ţessu í öllum orđabókum. Ástćđan er einfaldlega sú ađ tölustafir og bókstafir eru um allt ólíkir.

Blađamenn Moggans gera ţetta eins og ţeim sé sérstaklega borgađ fyrir ţađ. Ađhald ritstjóra og annarra stjórnenda blađsins er ekkert nema ţví ađeins ađ ţeir viti ekki betur. Ţá er nú fokiđ í flest skjól.

Tillaga: Um 85% ţeirra sem tóku afstöđu í könnun sem Gallup …

3.

„… Guđni Th. Jóhannes­son, sitjandi for­seti …“

Frétt á frettabladid.is.                              

Athugasemd: Núverandi forseti Íslands er ekki sitjandi nema hann vilji ekki standa eđa liggja. Hann er einfaldlega forseti landsins, í öllum stellingum og jafnvel ţó hann gangi, skokki eđa hlaupi. 

Ţetta er enska eins og orđabókin mín skýrir út:

(of an MP or other elected representative) current; present:
the resignation of the sitting member.

Blađamađurinn sem skrifar fréttina er líklega sitjandi en ţar međ er ekki sagt ađ hann sé „sitjandi blađamađur“ í ţeim skilningi ađ hann sé enn blađamađur.

Orđalagiđ ber keim af áráttu íţróttaskrifara í fjölmiđlum sem tönglast á ţví ađ einhver sé „ríkjandi Íslandsmeistari“ í einhverri íţrótt. Ţađ er einfaldlega bull vegna ţess ađ sá sem er Íslandsmeistari ríkir ekki, hann er meistari. Á ţessu tvennu er mikill munur. 

Tillaga: … Guđni Th. Jóhannesson, forseti 

4.

Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim.

Fyrirsögn á visir.is.                              

Athugasemd: Líklega er hćgt ađ flytja tilraun frá einum stađ til annars. Spyrja má ţó hvort ţađ sé ţá sama tilraunin eftir flutninginn? Einhvern veginn er ţetta frekar ósennileg fyrirsögn, ađ minnsta kosti röklega séđ. 

Líklegra er ađ tilraunin sem gerđ var á jörđu niđri verđi endurtekin úti í geimnum. Hins vegar er geimafariđ ekki merkilegra en svo ađ birt er mynd af ţví og sagt gjörla frá markmiđi tilraunarinnar úti í geimnum. 

Svona er ţetta oft í sumum fjölmiđlum, fréttin er ófullnćgjandi, jafnvel villandi.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

Ligg­ur fyr­ir ađ einn dag­inn myndi ţetta ger­ast.

Fyrirsögn á mbl.is.                              

Athugasemd: Orđalagiđ er stirt og óţćgilegt. Blađamađurinn hefđi átt ađ orđa ţađ eins og segir í tillögunni.

Tillaga: Ljóst ađ ţetta myndi ger­ast

6.

Hakkaţon.

Fyrirsögn á mbl.is.                              

Athugasemd: Allir vita ađ maraţon er langt hlaup, nákvćmlega 42,195 km. Stundum er sagt ađ eitthvađ sé algjört maraţon, ţađ er taki langan tíma.

„Hakkaţon“ er ömurleg eftirlíking orđsins maraţon. Á erlendum málum er til „hackathon“ og er ţađ samkoma ţeirra sem vinna í tölvuforritun. Má vera ađ ţađ sé verkefniđ hér á landi.

Í ljósi ţess vćri gráupplagt ađ kalla matreiđslukeppi „matarţon“, hjólakeppi „hjólaţon“, hlaupiđ milli Landmannalaug og Ţórsmerkur „hlaupaţon“, Esjuhlaupiđ mćtti kalla „Esjuţon“, Jónsmessunćturgangan yfir Fimmvörđuháls gćti heitiđ „Fimmvörđuhálsjónsmessugönguţon“ og kjötiđnađarmenn gćtu keppt um framleiđslu á hamborgurum og ţađ gćti kallast „hakkaţon“ Úbbs  Já, er ţađ ţegar frátekiđ?

Allir sjá hins vegar hversu ţetta „ţon“ í enda orđa getur auđgađ og bćtt íslenska tungu sem er svo óskaplega takmörkuđ og lítt nothćf fyrir gáfađ fólk.

Tillaga: Engin tillaga.

7.

Dađi stóđ uppi sem sig­ur­veg­ari í Nor­egi.

Fyrirsögn á mbl.is.                              

Athugasemd: Dađi stóđ hvergi, var fjarri góđu gamni eins og stundum er sagt. Ţarf miklar vangaveltur til ađ skrifa orđin fjögur sem standa í tillögunni hér fyrir neđan.

Í fréttinni er fjallađ um Eurovisionţátt í Norska sjónvarpinu en ţar sigrađi Dađi og Gagnamagniđ, hćfileikarík hljómsveit og ákaflega viđkunnanleg. 

Ţetta er haft eftir kynni norska sjónvarpsins:

Ţiđ eruđ upp­á­halds­lag Norđmanna í Eurovisi­on í ár.

Kynnirinn hefur varla sagt ađ hljómsveitin vćri uppáhaldslagiđ. Blađamađurinn hlýtur ađ hafa ruglast í norskunni sinni.

Margir blađamenn tregast viđ ađ segja frá í stuttu og einföldu máli. Má vera ađ margir kunni ţađ ekki enda krefjandi list og tímafrek. Allir geta blađrađ, skrifađ orđ út í ţađ endalausa.

Tillaga: Dađi sigrađi í Nor­egi.

8.

„… býr og starfar í Ósló og keyrir farsćlan feril.

Myndatexti á blađsíđu 39 í Morgunblađinu 16.5.20.                              

Athugasemd: Blađamađurinn á líklega viđ ađ sá sem um rćđir sé farsćll í starfi sínu í Ósló. Sé svo, af hverju er ţá ekki hćgt ađ orđa ţađ ţannig? Enginn „keyrir feril sinn“, ekki einu sinni atvinnubílstjórar.

Í stađinn flćkir blađamađurinn sig í nafnorđastíl, óviđkunnanlegu orđalagi, sem truflar lesandann.

Tillaga: býr í Ósló og er farsćl í starfi sínu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband